Melia Cohiba, Havana
Vefsíða hótels

Ágætt 5 stjörnu hótel í Vedado hverfinu með útsýni yfir sjóinn við hina þekktu strandgötu Malecón.
Sundlaugargarður á 1stu hæð, sjö veitingastaðir, barir og næturklúbbur.
Á hótelinu eru 462 fallega og þægilega innréttuð herbergi á 22. hæðum. Öll herbergi eru loftkæld og með stórum gluggum. Í öllum herbergjum er einnig sími, gervihnattasjónvarp, öryggishólf, smábar, kaffivél, straujárn og straubretti og hárblásari á baði
Á hótelinu er stór sundlaugargarður á fyrstu hæðinni með aðgengi að sólbekkjum og sturtum. Auk þess er heilsulind á hótelinu sem býður upp á nudd, sauna og fjöldann allan af snyrti-, vellíðunar- og heilsumeðferðum. Einnig er góð líkamsræktaraðstaða á hótelinu auk squash vallar.
Móttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að skipta gjaldeyri. Hótelið býður upp á herbergisþjónustu allan sólarhringinn gegn gjaldi.
Á hótelinu er 7 sérhæfðir veitingastaðir sem bjóða upp á fjölbreytt úrval innlendra og alþjóðlegra rétta og margir hverjir bjóða auk þess upp á lifandi tónlist. Á hótelinu eru einnig 3 barir og næturklúbbur.
Þráðlaust internet er á hótelinu gegn gjaldi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 125 km
- Miðbær: 3 km
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
- Veitingastaður: 7 veitingastaðir á hótelinu
Vistarverur
- Hárþurrka
- Kaffivél
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður