Melia Madrid Princesa

Vefsíða hótels

Lúxushótel rétt hjá Plaza de España þar sem mikið er lagt upp úr glæsileika og frábærri þjónustu.

Í hótelinu eru 274 einstaklega glæsilega innréttaðar vistarverur, 269 herbergi og 5 svítur. Herbergin eru rúmgóð og björt, frá 25 upp í 46 fm að stærð, og að sjálfsögðu búin öllum nútímaþægindum og tækni. Stillanleg loftkæling og upphitun er á herbergjum, flatskjársjónvarp með tónlistarrásum, sími, öryggishólf og smábar sem fyllt er á gegn gjaldi. Á baðherbergjum er hárþurrka, baðvörur, baðsloppar og inniskór. Endurgjaldslaus þráðlaus nettenging er á öllum herbergjum. Útsýnið úr herbergjum á efri hæðum hótelsins er einstakt.

Í veitingasalnum Salon Princesa er boðið upp á morgunverðarhlaðborð með miklu úrvali heitra og kaldra rétta. Uno er allt í senn veitingastaður, tapasbar og setustofubar. Á veitingastaðnum er lögð áhersla á matargerðarlist Miðjarðarhafsins með alþjóðlegu og nútímalegu ívafi. Tapasbarinn og setustofubarinn bjóða auk tapasrétta upp á úrval lystauka, kokteila og annarra drykkja, með áherslu á gæða gin og tónik.

Í hótelinu er heilsulind sem gestir hafa aðgang að gegn gjaldi. Þar er tilvalið að láta þreytuna líða úr sér og láta dekra við sig í ýmiss konar líkamsmeðferðum og nuddi. Þar er innisundlaug, gufubað, tyrkneskt bað, nuddpottur og góð líkamsræktaraðstaða, hægt er að panta þjónustu einkaþjálfara.

Móttakan er opin allan sólarhringinn. Starfsfólkið leggur mikið upp úr að veita frábæra þjónustu og veitir aðstoð við gjaldeyrisskipti, miðakaup, leigu á bílum og fleira. Boðið er upp á þvott, þurrhreinsun, strauningu og barnagæslu. Funda- og veisluaðstaða er til fyrirmyndar.

Klassi og lúxus eru lýsingarorð sem óhætt er að nota um hótelið. Það er allt nýuppgert, á góðum stað í miðborginni, rétt hjá Plaza de España og stutt er á flesta sögufræga staði borgarinnar, söfn, verslanir og veitingastaði. Jarðlestastöð er fyrir utan hótelið og því tekur einungis nokkrar mínútur að komast á þá staði sem ekki eru í göngufæri.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 24 km.
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun