fbpx Melia Tortuga | Vita

Melia Tortuga
5 stars

Vefsíða hótels

Gullfalleg hótelsamstæða á besta stað við Algodoeiro-ströndina. Heilsulind, veitingastaðir og barir. Nokkrar mínútur með leigubíl í miðbæ Santa Maria. 

Í hótelinu eru 286 rúmgóðar svítur og smáhýsi. Svítur eru 55 til 65 fm með einu eða tveimur herbergjum. Smáhýsin eru 115 og 153 fm með þremur eða fjórum herbergjum. Innréttingar eru nútímalegar og hlýlegar, í dökkbrúnum við og ljósum og jarðarlitum. Flísar eru á gólfum. Loftkæling er stillanleg og alls staðar er sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, aðstaða til að laga te og kaffi og smábar. Nettenging er gegn gjaldi á herbergjum en ókeypis í sameiginlegum rýmum. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka og baðvörur. Sums staðar er vel búinn eldhúskrókur. Level-svítum fylgja og ýmis fríðindi. Alls staðar er verönd eða svalir búnar húsgögnum, við smáhýsin eru svalir og garður með sundlaug.

Nokkrir veitingastaðir eru í samstæðunni. O Grille, á ströndinni, býður ferskt sjávarfang og grillað kjöt af matseðli, Waterside er hlaðborðsstaður, Aqua er elegant og býður Miðjarðarhafsrétti af matseðli og Spices er hlaðborðsstaður. Auk þess er glæsilegur kampavínsbar í hótelinu, kósí setustofubar, sundlaugarbar og strandbar með lifandi tónlist.        
Við samstæðuna eru fjórar sundlaugar, þar af tvær fyrir börn. Sólbekkir og sólhlífar eru við laugarnar og einnig á ströndinni. Krakkaklúbbur er fyrir börnin.

Í heilsulindinni gufubað, tyrkneskt bað, heitar og kaldar sturtur og hvíldarhreiður. Heilsu- og slökunarmeðferðir af ýmsu tagi eru í boði auk snyrtimeðferða. Líkamsræktaraðstaða er ágæt með hlaupabrettum, hjólum og lóðum.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er þvotta- og strauþjónusta og bílaleiga auk þess sem starfsfólk aðstoðar við að skipuleggja skoðunarferðir.

Melia Tortuga er glæsileg hótelsamstæða við Algodoeiro-ströndina með rúmgóðum svítum og smáhýsum. Veitingastaðir og barir á hótelinu og aðeins tekur nokkrar mínútur að komast í miðbæinn með leigubíl þar eru veitingastaðir og sölubásar með handverki heimamanna setja svip sinn á bæjarlífið.

Ferðamannaskattur í Cabo Verde er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt og greiðist við innritun á hóteli.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 15 km
 • Miðbær: Nokkrar mínútur í leigubíl í miðbæ Santa Maria
 • Strönd: Við Algodoeiro-ströndina

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Skemmtidagskrá: Lifandi tónlist á kvöldin
 • Nettenging: Gegn gjaldi á herbergjum en ókeypis í sameiginlegum rýmum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun