Mercure Edinburgh City
Vefsíða hótels

Mjög vinsælt 3ja stjörnu hótel við aðal verslunargötuna í Edinborg Princes street í hjarta borgarinna. Frá veitingastað hótelsins og herbergjum sem snúa að götunni er einkar fallegt útsýni að Edinborgar kastala og lystigarðinum Princes garden. Hótel hét áður Ramada Jarvis Mount Royal.
Gestamóttaka , veitingastaður og bar eru á 2 hæð, en hægt er að taka lyftu frá jarðhæðinni. Veitingastaðurinn er vel þekktur í borginni bæði fyrir fyrirtaks mat og svo er útsýni alveg einstakt að kastalanum. Allt í kringum hótelið eru verslanir og gegnt Mount Royal er lítil verslunarmiðstöð með búðum og kaffihúsum. Ýmsir ferðamannastaðir eru í göngufæri og má þar nefna smáverslanir við George Street, pubbarnir í Rose Street og næturlífið í Grassmarket.
Tvær gerðir eru af herbergjum. „Standard herbergi snúa að bakhlið hótelsins og svo herbergi með útsýni að kastalanum, sem eru dýrari. Kastalaherbergi eru öll uppgerð og með flatskjá. Öll herbergin eru ágætlega rúmgóð með sjónvarpi, kvikmyndarásum, nettengingu og buxnapressu. Á herbergjunum er einnig hárþurrka og bakki með hraðsuðukönnu, te og kaffi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 89 km frá Glasgow flugvelli
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður