Mercure Gdansk Stare Miasto
Vefsíða hótels
Stórgott hótel í gamla bænum í hjarta Gdansk. Hæsta hótelbygging borgarinnar með ótrúlegu útsýni. Gamli bæjarkjarninn, Kirkja heilagrar Soffíu, gamla og nýja ráðhústorgið auk margra annarra kennileita borgarinnar í léttu göngufæri. 200 metrar í Madison verslunarmiðstöðina. Almenningssamgöngur rétt við hótelið.
Í hótelinu er 281 vistarvera, sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Innréttingar eru glæsilegar en jafnframt hlýlegar, í dökkum við og djúpum litum. Ýmist er teppi eða parkett á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp, öryggishólf sem rúmar fartölvu, smábar, aðstaða til að laga te og kaffi, vatn á flöskum og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og baðvörur.
Morgunverður er af hlaðborði í veitingasal alla daga. Veitingastaðurinn Winestone er opinn frá hádegi og fram á kvöld og óhætt er að segja að enginn verður svikinn af sælkeraréttunum sem þar er hægt að velja af matseðli og bornir eru fram á steinplöttum. Vínseðillinn er heldur ekki af verri gerðinni og hægt er að kaupa flöskur til að taka með. Hönnunin á setustofubarnum er í stíl við móttökuna, í dramatískari kantinum og minnir á níunda áratuginn, sem gerir það ennþá skemmtilegra að setjast þar niður með ljúffengan drykk – hvenær sem er dagsins.
Ágætis líkamsræktaraðstaða er í hótelinu og er hún opin allan sólarhringinn.
Í gestamóttökunni sem er opin allan sólarhringinn er farangursgeymsla og þar er boðið upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og bíla- og hjólaleigu.
Mercure Gdańsk Stare Miasto er mjög gott hótel á frábærum stað í hjarta borgarinnar. Útsýnið er stórkostlegt yfir gömlu skipasmíðastöðina og borgina alla, enda er þetta hæsta hótelbygging borgarinnar. Mörg helstu kennileiti borgarinnar eru í léttu göngufæri, gamli bærinn með öllum sínum sögulegu byggingum og næsta verslunarmiðstöð er í 200 metra fjarlægð. Almenningssamgöngur rétt við hótelið.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 14 km
Aðstaða
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður