Milano & Spa

Vefsíða hótels

Sérlega huggulegt hótel á einstökum stað, aðeins 30 metra frá Arena hringleikahúsinu og Piazza Bra, í hjarta gamla borgarhlutans. Spölkorn frá verslunarhverfinu og veitingastaðir af öllum gerðum í götunum í kring. 

Í hótelinu eru 57 vistarverur, sem skiptast í herbergi sem rúma tvo eða þrjá fullorðna og svítur. Innréttingar eru nútímalegar en um leið hlýlegar, í hvítum, brúnum og dumbrauðum litum. Parkett er á gólfum. Alls staðar er stillanleg loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar og öryggishólf. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Classic herbergin er hægt að velja lítil eða í standard stærð en Deluxe herbergin eru stærri og meiri íburður í innréttingum. Þráðlaus háhraðanettenging er á hótelinu öllu, gestum að kostnaðarlausu. 
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal með heitum og köldum réttum, heimabökuðu kruðeríi og kaffið er útbúið eftir óskum hvers og eins. 

Frá því snemma á vorin og langt fram á haust er opinn bar á þakveröndinni og þar er ekki amalegt að setjast niður og njóta útsýnisins yfir hringleikahúsið og borgina. Þar er í boði úrval kokteila, snarl og léttir réttir. Á veröndinni er einnig nuddpottur og hvíldarhreiður. Yfir vetrartímann sér huggulegur setustofubarinn um að gestir geti slakað á yfir ljúffengum drykkjum.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu, bíla- og hjólaleigu auk aðstoðar við miðakaup og ferðaplön. Hótelið hefur yfir að ráða bílageymslu fyrir þá sem hyggjast leigja bíl.
Hotel Milano er á frábærum stað í hjarta gamla borgarhlutans í Veróna, steinsnar frá hringleikahúsinu auk þess sem aðeins er nokkurra mínútna gangur að dómkirkjunni, svölum Rómeós og Júlíu og fleiri kennileitum. Aðalverslunarhverfið er rétt hjá og gnægð veitingastaða, kaffihúsa og bara er í götunum í kring.  

Vinsamlega athugið, gatan að hóteli er of þröng fyrir hópferðabíla. Þeir þurfa að stoppa rétt hjá hótelinu, í um 3-7 min göngufjarlægð. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 13 km
 • Miðbær: Í hjarta gamla borgarhlutans
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging
 • Veitingastaðir: Morgunverðarhlaðborð í veitingasal

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun