Minos Villages, Agia Marina
Vefsíða hótels
![3 stars](/sites/vita.is/themes/vita_theme/images/stars.png)
Minos Village-íbúðahótelið er allt nýuppgert og stendur í brekku um 350 metra frá Agia Marina-strönd í hringiðu veitingahúsa og fjörugs næturlífs.
Íbúðirnar eru allt frá stúdíóíbúðum fyrir tvo til þrjá upp í svítur fyrir fjóra til fimm. Þær hafa allar verið endurnýjaðar og þar er að finna þau þægindi sem nútímafólk telur sjálfsögð eins og góða eldunaraðstöðu, ísskáp, örbylgjuofn, sjónvarp, hárþurrku og öryggishólf. Nettenging er frí í móttöku en gegn gjaldi í íbúðum.
Í hótelinu er lítil kjörbúð, bar og veitingahús með fjölbreyttan matseðil. Lítill og snotur garður og tvær sundlaugar, önnur fyrir börn, með sólstólum og sólhlífum eru við hótelið.
Agia Marina er um tíu kílómetra vestur af Chania-borg, og er svæðið frægt fyrir langar baðstrendur, verslanir og veitingahús. Ýmislegt skoðunarvert er í næsta nágrenni, til dæmis Agia Marina-kirkjan og frægur dropasteinshellir, Nerospilia, sem á Mínosartímabilinu var notaður til helgiathafna.
Rétt við hótelið stoppar strætó sem gengur til Chania og eru ferðir mjög tíðar. Í Chania er margt að sjá, gamli bærinn er rómaður svo og feneyska höfnin og vitinn og Kiousiouk Hasan Pasa-moskan.
Greiða þarf fyrir loftkælingu á staðnum;
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30km, 30 mín akstur
- Miðbær: 400 m í miðbæ Agia Marina
- Strönd: 400 m
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
- Nettenging: Gegn gjaldi í íbúðum.
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis