fbpx Moguima apartments, Roquetas de mar | Vita

Moguima apartments, Roquetas de mar
2 stars

Vefsíða hótels

Rólegt og fjölskylduvænt íbúðahótel á Roquetas de mar. Frábær hótelgarður og stutt á ströndina og á næsta golfvöll. Slakaðu á eða spilaðu tennis í fallegu umhverfi!

Á hótelinu eru um 80 íbúðir en það er lágreist og umhverfið er grænt og fallegt. Í boði eru tvær stærðir af íbúðum, önnur með einu svefnherbergi og hin með tvö en báðum stærðum fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum. Íbúðirnar eru bjartar með rúmgóðri stofu en stíllinn er mjög í anda svæðisins. Veggir eru ljósmálaðir, húsgögn úr viði og á gólfum eru flísar. Í öllum íbúðum er loftkæling og hitari, internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, straujárn og öryggishólf. Einnig hafa þær eldhús með öllum helstu áhöldum, ísskáp og örbylgjuofni. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru hárþurrka, baðkar og sturta.

Á hótelinu er ekki veitingastaður en tveir barir eru á hótelinu og er annar þeirra staðsettur í hótelgarðinum svo auðvelt er að sækja sér svaladrykk til þess að sötra á sundlaugarbakkanum. Hann er einnig snarlbar sem selur léttar veitingar. Fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og barir eru í nágrenni við hótelið og á Playa Serena ströndinni sem er aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð.

Hótelgarðurinn er skipulagður með pálmatrjám, fallegum gróðri og öllu því sem gerir gestum það auðvelt að slaka á í fríinu. Stór sundlaug er í garðinum og auk þess sérstök barnalaug sem gerir umhverfið fjölskylduvænt. Góð sólbaðsaðstaða er umhverfis sundlaugina með sólbekkjum. Einnig er tennisvöllur á lóðinni. Ef gestir hafa fengið nóg af útiverunni er leikjaherbergi í sameiginlegu rými. Starfsfólk hótelsins er alltaf tilbúið til að hjálpa gestum að bóka ferðir eða rata um nágrennið og bílastæði við hótelið eru ókeypis en í takmörkuðu upplagi.

Moguima Apartments er staðsett miðsvæðis á Roquetas de mar, nálægt Playa Serena ströndinni og Playa Serena golfvellinum. Stutt í hjarta bæjarins og höfnina. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 45 km
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
 • Strönd: Nálægt Playa Serena ströndinni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun