Monika Holidays, Benidorm
Vefsíða hótels

Skemmtilegt íbúðahótel í Cala de Finestrat, rólegum stað rétt utan við Benidorm, tilvalið fyrir þá sem vilja rólegt umhverfi en eiga jafnframt kost á fjörinu í Benidorm.
Magic Monika Holidays-íbúðahótelið er 23 hæða bygging með 326 íbúðum sem rúma frá tveimur og upp í fjóra og að sjálfsögðu eru lyftur í byggingunni. Allar íbúðirnar eru flísalagðar og einfaldar í sniðum en þægilegar. Þær eru með loftkælingu á sumrin, upphitaðar og búnar gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, sérbaðherbergi og svölum með húsgögnum. Lítill eldhúskrókur með helluborði, kæliskáp og örbylgjuofni er í hverri íbúð. Hægt er að fá aðgang að internetinu á almenningssvæðum gegn gjaldi.
Veitingastaðurinn í hótelinu býður upp á Miðjarðarhafsljúfmeti af hlaðborði. Barir, þar sem gestir geta unað sér við drykk og snarl, eru nokkrir, þar á meðal einn við sólbaðssvæðið á sundlaugarbakkanum þar sem einnig eru bekkir og sólhlífar. Sundlaugin sjálf er stór og teygir sig eftir fallegum garði með gróskumiklum trjágróðri. Rennibrautir eru við laugina þar sem börnin una sér við busl og skvamp. Aðgangur er að líkamsræktaraðstöðu og heitum potti.
Barnaklúbbur er starfræktur í hótelinu þar sem ýmisleg afþreying stendur börnunum til boða og boðið er upp á skemmtidagskrá fyrir hótelgesti á kvöldin.
Eins og áður segir er bærinn á rólegum stað en þó ekki nema í þriggja kílómetra fjarlægð frá miðbæ Benidorm. Ef gestir fá nóg af rólegheitunum er lítið mál að skella sér í bæinn, skoða sig um, líta inn í verslanir eða setjast niður á góðum veitingastað eða bar. Ekki þarf heldur langt að fara til að komast í tívolígarðinn Terra Mitica eða vatnsskemmtigarðinn Aqualandia með ævintýralegum vatnsrennibrautum og laugum. Mörgum er umhugað um að viðhalda golfsveiflunni og bæta forgjöfina í sumarleyfinu. Það er hægðarleikur í Benidorm þar sem nokkrir golfvellir eru skammt undan, til dæmis, Real de Faula og Las Rejas .
Skemmtilegt íbúðahótel í Cala de Finestrat, rólegum stað rétt utan við Benidorm, tilvalið fyrir þá sem vilja rólegt umhverfi en eiga jafnframt kost á fjörinu í Benidorm.
Magic Monika Holidays-íbúðahótelið er 23 hæða bygging með 326 íbúðum sem rúma frá tveimur og upp í fjóra og að sjálfsögðu eru lyftur í byggingunni. Allar íbúðirnar eru flísalagðar og einfaldar í sniðum en þægilegar. Þær eru með loftkælingu á sumrin, upphitaðar og búnar gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, sérbaðherbergi og svölum með húsgögnum. Lítill eldhúskrókur með helluborði, kæliskáp og örbylgjuofni er í hverri íbúð. Hægt er að fá aðgang að nternetinu á almenningssvæðum gegn gjaldi.
Veitingastaðurinn í hótelinu býður upp á Miðjarðarhafsljúfmeti af hlaðborði. Barir, þar sem gestir geta unað sér við drykk og snarl, eru nokkrir, þar á meðal einn við sólbaðssvæðið á sundlaugarbakkanum þar sem einnig eru bekkir og sólhlífar. Sundlaugin sjálf er stór og teygir sig eftir fallegum garði með gróskumiklum trjágróðri. Rennibrautir eru við laugina þar sem börnin una sér við busl og skvamp. Aðgangur er að líkamsræktaraðstöðu og heitum potti.
Barnaklúbbur er starfræktur í hótelinu þar sem ýmisleg afþreying stendur börnunum til boða og boðið er upp á skemmtidagskrá fyrir hótelgesti á kvöldin.
Eins og áður segir er bærinn á rólegum stað en þó ekki nema í þriggja kílómetra fjarægð frá miðbæ Benidorm. Ef gestir fá nóg af rólegheitunum er lítið mál að skella sér í bæinn, skoða sig um, líta inn í verslanir eða setjast niður á góðum veitingastað eða bar. Ekki þarf heldur langt að fara til að komast í tívolígarðinn Terra Mitica eða vatnsskemmtigarðinn Aqualandia með ævintýralegum vatnsrennibrautum og laugum. Mörgum er umhugað um að viðhalda golfsveiflunni og bæta forgjöfina í sumarleyfinu. Það er hægðarleikur í Benidorm þar sem nokkrir golfvellir eru skammt undan, til dæmis, Real de Faula og Las Rejas .
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 54 km
- Miðbær: 3 km frá miðbæ Benidorm
- Strönd: 300 metrar
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í nágrenninu
Aðstaða
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Skemmtidagskrá
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Nettenging: Á almenningssvæðum gegn gjaldi
Vistarverur
- Verönd/svalir
- Ísskápur
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið