Montana

Vefsíða hótels

Hótel Montana er mjög gott 3ja stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett með skíðabrekku nánast í bakgarðinum og hægt að skíða heim á hótel. Rúmgóð herbergi, flottur bar og einstaklega góður morgunverður.

Montana er í efri hluta bæjarins örstutt frá skíðakláfnum Pradalago og aðeins 200 m fjarlægð frá miðbæ Madonna.

Á hótelinu er notalegur bar, einnig morgunverðarsalur og sjónvarpsherbergi. Hægt er að slappa af og dekra við sig eftir góðan dag í skíðabrekkunum í nudd pottinum, sauna og nudd sturtunum sem eru á hótel Montana. Aðgangur að heilsuræktinni, nuddpotti og sauna er innifalin í verði fyrir farþega á vegum VITA. Herbergin eru stór og rúmgóð, þar sem öll rúm eru með sængum. Hægt er að velja á milli hefðbundinna tveggja manna herbergja og herbergja sem hafa pláss fyrir allt að fjóra gesti. 

Öll herbergi eru með síma, sjónvarpi með flatskjá og enskri CNN stöð, öryggishólfi, þráðlausu, gjaldfrjálsu neti og svölum. Hárþurrkur og baðsloppar eru á öllum herbergjum.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Innifalið í verði er morgunverður. 

Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar.  Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 1,5 Evra á mann á nótt veturinn 2017 - 2018. 
Gildir aðeins fyrir 15 ára og eldri. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 150 km
 • Miðbær: 200 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
 • Skíðalyfta: Rétt við Pradalago

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun