My Story Charming Hotel Augusta
Vefsíða hótels

My Story Hotel Augsta er gott 3 stjörnu hótel á mjög góðum stað í miðbæ Lissabon. Hótelið er við Augusta Street, einni fallegustu göngugötu borgarinnar. Hótelið var opnað og endurgert árið 2018. Á hótelinu er bar og veitingastaður þar sem morgunverðarhlaðborðið er, ásamt alþjóðlegum réttum í hádegisverð og kvöldverð.
Herbergin eru 46 talsins, þau eru frekar lítil en snyrtileg og vel búin með sjónvarpi,loftkælingu og smábar. Herbergin eru hljóðeinangruð til að tryggja gestum góða hvíld. Á baðherberginu er sturta, hárþurrka og sápur frá RITUALS. Frítt þráðlaust internet.
São Jorge’s kastalinn er í um 15 min fjarlægð. Helstu viðkomustaðir og kennileiti sem þarf að heimsækja í borginni eru í grenndinni og aðeins er um fimm mínútna ganga í næstu neðanjarðarlestarstöð.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 30 mín
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunmatur