Nacional og Iberostar Bellavista

Hægt er að lesa meira um Nacional hér
Hægt er að lesa meira um Iberostar Bellavista hér
Nacional er sögufrægt hótel við Malecon-strandlengjuna í Vedado-hverfinu, við enda einnar líflegustu verslunargötu Havana.
Í hótelinu, sem er á átta hæðum, eru 473 vistarverur, sem skiptast í 457 eins og tveggja manna herbergi og 16 svítur. Herbergin eru innréttuð í art deco- og klassískum stíl í bland. Loftkæling er í öllum herbergjum, sjónvarp, sími, öryggishólf og smábar. Á baðherbergi er hárþurrka. Háhraðanettenging stendur gestum hótelsins til boða gegn gjaldi.
Í hótelgarðinum er sundlaug og þar er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum. Þar er hægt að gæða sér á léttum réttum og úrvali drykkja meðan slakað er á í sólinni.
Iberostar Bellavista er glæsileg hótelsamstæða á fábærum stað við gyllta sandströndina í Varadero.
Í hótelinu eru 827 rúmgóð herbergi og svítur sem rúma frá þremur fullorðnum upp í tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru einstaklega stílhreinar og nútímalegar, í hvítum litum og með áklæði í skærum tónum. Flísar eru á gólfum. Loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og lítill ísskápur er í öllum vistarverum hið minnsta. Hárþurrka og baðvörur eru á baðherbergjum. Við öll herbergi eru svalir eða verönd. Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi á sérstöku svæði.
Í hótelgarðinum eru fjórar sundlaugar, sólbekkir og sólhlífar, hengirúm og beddar. Beint aðgengi er niður á gylltan sandinn við volgan sjóinn, þar eru sólbekkir og skálar þar sem hægt er að panta sér nudd eða taka þátt í vatnasporti og leikjum sem starfsfólkið sér um.
Fjarlægðir
- Veitingastaðir: Á hótelum og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður