fbpx Nacional og Iberostar Varadero | Vita

Nacional og Iberostar Varadero
5 stars

Hægt er að lesa meira um Nacional hér
Hægt er að lesa meira um Iberostar Varadero hér

Nacional er sögufrægt hótel við Malecon-strandlengjuna í Vedado-hverfinu, við enda einnar líflegustu verslunargötu Havana. Á hótelinu, sem er á átta hæðum, eru 473 vistarverur, sem skiptast í 457 eins og tveggja manna herbergi og 16 svítur. Herbergin eru innréttuð í art deco- og klassískum stíl í bland. Loftkæling er í öllum herbergjum, sjónvarp, sími, öryggishólf og smábar. Á baðherbergi er hárþurrka. Háhraðanettenging stendur gestum hótelsins til boða gegn gjaldi. Í hótelgarðinum er sundlaug og þar er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum. Þar er hægt að gæða sér á léttum réttum og úrvali drykkja meðan slakað er á í sólinni. Á hótelinu er morgunverður innifalinn. 

Iberostar Varadero er frábært 5 stjörnu hótel við ströndina í Varadero með öllu inniföldu.  Á hótelinu eru 386 rúmgóð herbergi í 11 byggingum sem standa umhverfis fallegan sundlaugagarð. Tripadvisor telur þetta hótel það besta í Varadero.Öll herbergi eru rúmgóð og með svölum eða palli.  Í hverju herbergi er einnig loftræsting, gervihnattasjónvarp, geisladiskaspilari, sími, smábar, te og kaffivél, öryggishólf, straujárn og straubretti og  hárblásari á baði. Í garðinum eru 3 frábærar sundlaugar og sundlaugarbar auk góðrar barnalaugar. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu sem og sauna og nuddpottur. Á hótelinu er einnig heilsulind sem býður upp á hinar ýmsu snyrti-, vellíðunar- og heilsumeðferðir gegn gjaldi. Á hótelinu er allt innifalið.

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: Nacional:1,5 klst akstur
  • Flugvöllur: Iberostar Varadero: 15km

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Hárþurrka

Fæði

  • Allt innifalið
  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun