Nontas Íbúðahótel, Daratso
Vefsíða hótels

Einfalt og snyrtilegt íbúðahótel á góðum stað í Daratso-hverfinu. Hótelið er í útjaðri Agia Marina, um 500 metra frá Agii Apostoli ströndinni og 4 kílómetra frá fjörinu í miðbæ Hania.
Í hótelinu eru 30 rúmgóðar vistarverur sem skiptast á milli stúdíóa og íbúða sem rúma tvo til fjóra einstaklinga. Íbúðirnar eru snyrtilegar, innréttingar í millibrúnum við og flísar eru á gólfum. Öll helstu þægindi eru til staðar, eins og loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími og öryggishólf. Í eldhúskrók er ísskápur, hellur, hraðsuðuketill, kaffivél og öll nauðsynlegustu áhöld. Á baðherbergjum er sturta. Við allar íbúðir eru svalir eða verönd með útsýni yfir hafið og nágrennið. Athugið að einnig er í boði Stúdíó Deluxe svokallað en þau eru ekki með eldhúskrók og eru því hefðbundin herbergi, þau rúma tvo einstaklinga. Þráðlaus nettenging er í öllum vistarverum gestum að kostnaðarlausu. Loftkæling er gegn gjaldi og einnig öryggishólf.
Á hótelinu er snakkbar þar sem hægt er að fá sér klassískar kræsingar að hætti heimamanna og upplagt er að fá sér fordrykk í setustofubarnum.
Sundlaug er við hótelið með afmörkuðu svæði fyrir börnin. Sólbaðsaðstaða er við laugina með sólbekkjum og sólhlífum. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá snarl og létta rétti auk drykkja í fljótandi formi, áfengra jafnt sem óáfengra. Sagt er að mojito-inn sem þar fæst sé svo góður að það sé saga til næsta bæjar.
Heilsulind með snyrtistofu og nuddpotti er í hótelinu og boðið er upp á nuddmeðferðir.
Starfsfólkið í móttökunni leggur sig fram við að aðstoða gesti að leigja bíl eða hjól, veita ferðaupplýsingar og fleira. Boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og gjaldeyrisskipti.
Nontas íbúðahótelið er frábær valkostur fyrir þá sem vilja njóta þess að slaka á. Ekki skortir veitingastaði og verslanir í næstu götum.
Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 mín
- Miðbær: 8 min akstur
- Strönd: 500 m
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Án fæðis