O Callaghan, The Alex

Vefsíða hótels

Gott fjögurra stjörnu hótel, vel staðsett í miðborginni og í göngufæri frá aðal verslunargötunni Grafton Street. Einnig er stutt að ganga yfir á Merrion Square eða að Trinity skólanum. Á hótelinu eru nokkur notaleg sameiginleg rými, flottur veitingastaður og bar með úrval af drykkjum. 
Gestamóttakan er opin og björt.

Herbergin 103 eru glæsileg með góðum rúmum og sængum. Í herbergjunum er sími, flatskjár, nettenging, öryggishólf, loftkæling og upphitun, hárþurrka, te- og kaffisett. Baðherbergin samanstanda af mósaík og marmara með lúxus sturtu og baðvörum. 
Einnig er hægt að komast á þráðlaust net á herbergjum og í móttöku. 

O'Callaghan hótelin fá öll reglulega yfirhalningu og eru frábærlega staðsett.

The Alex er notalegt og nútímalegt hótel í hjarta Dublin. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 13 km
 • Miðbær: 1 km - 15 mín. ganga
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Frítt wifi í 30 mínútur á herbergjum og sameiginlegum rýmum eftir það er gjald

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Morgunverður