O Callaghan Mont Clare Hotel
Vefsíða hótels

Hlýlegt og þægilegt hótel á frábærum stað í hjarta Dublin. Hótelið stendur við Merrion-torg og helstu söfn, verslunargötur og veitingastaðir eru í léttu göngufæri.
Í hótelinu eru 84 vistarverur sem skiptast í 66 rúmgóð herbergi og 8 svítur fyrir tvo einstaklinga. Innréttingar eru í klassískum stíl, úr dökkum við með vínrauðu áklæði. Teppi er á gólfum. Sjálfsögð þægindi eins og stillanleg loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, öryggishólf, aðstaða til að laga kaffi og te og buxnapressa eru í öllum vistarverum. Gestum býðst þráðlaus nettenging að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er hárþurrka og ókeypis baðvörur.
Morgunverðarhlaðborð er borið fram á veitingastaðnum Goldsmith's þar sem veggir eru viðarklæddir og sjarmerandi írskur andi svífur yfir vötnum. Á kvöldin er boðið upp á evrópska matargerð undir írskum áhrifum með áherslu á ferskt hráefni úr nágrenninu. Á Oscar's Bar & Kitchen er andrúmsloftið afslappaðra og valið stendur um allt frá samlokum og hamborgurum upp í dýrindis fiskrétti, auk úrvals allra handa drykkja.
Gestum býðst að nota líkamsræktaraðstöðu allan sólarhringinn á systurhóteli Mont Clare, hinum megin við götuna. Starfsfólk gestamóttöku veitir upplýsingar um skemmtilegar hlaupaleiðir í nágrenninu.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og boðið er upp á þvottaþjónustu og þurrhreinsun. Funda- og veisluaðstaða er í hótelinu.
O'Callaghan Mont Clare er einfaldur og þægilegur kostur fyrir þá sem leggja áherslu á frábæra staðsetningu í hjarta Dublin.
Örstutt er í almenningssamgöngur.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 15 km
- Miðbær: Í miðbænum
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Morgunverður