Omega Platanias Village, Platanias
Vefsíða hótels
Omega Platanias Villages er einfalt og þægilegt íbúðahótel, vel staðsett í Platanias og í göngufæri við ströndina. Nóg er af verslunum, veitingastöðum og börum allt um kring.
Hægt er að velja á milli stúdíó íbúða sem rúma tvo einstaklinga eða íbúð með einu svefnherbergi sem rúmar allt að fjóra. Allar íbúðirnar eru vel útbúnar með litlu eldhúsi með öllu tilheyrandi ásamt sófa, sjónvarpi, eldhúsborði og stólum, loftkælingu og öryggishólfi. Greiða þarf fyrir loftkælingu á staðnum en öryggishólf er án gjalds. Íbúðirnar eru þrifnar 6 sinnum í viku, skipt er um handklæði þrisvar í viku og um rúmföt tvisvar sinnum í viku. Í hótelgarðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar með bekkjum og sólhlífum. Á hótelinu er veitingastaður sem bíður upp á grískan og alþjóðlegan mat og sundlaugarbar þar sem hægt er að kaupa sér morgunverð, snarl og drykki.
Fjarlægðir
- Strönd: 500 metrar
- Flugvöllur: 30 km
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Loftkæling: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis