Palmeras Garden, Playa Blanca
Vefsíða hótels
Einföld og þægileg hótelsamstæða á fallegum stað í Playa Blanca. Hér getur öll fjölskyldan notið hvíldar og afslöppunar eða nýtt sér fjölbreytta afþreyingu í næsta nágrenni.
Samstæðan samanstendur af 48 íbúðum og smáhýsum, 30 til 60 fermetrar að stærð, sem rúma frá tveimur og upp í sex einstaklinga. Öll helstu þægindi eru til staðar, eins og sjónvarp með gervihnattarásum, vel útbúin eldhús með ísskáp, helluborði, örbylgjuofni, kaffivél og brauðrist, auk allra nauðsynlegra eldhúsáhalda. Á baðherbergjum er ýmist sturta eða baðker með sturtu, hárþurrka og handklæði. Superior íbúðir eru nýuppgerðar, í hvítum og ljósum litum, þar er flatskjársjónvarp og lýsing er sérhönnuð. Verönd eða svalir búnar húsgögnum. Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur ætluð börnum. Rúmgott svæði er í kring, með góðri sólbaðsaðstöðu, sólbekkjum, sólhlífum og sundlaugarbar með drykkjum og snarli.
Gestamóttakan er opin frá kl. 9 til 13, eftir það er tekið á móti gestum á Arena-barnum. Starfsfólk aðstoðar við skipulagningu skoðunarferða, bílaleigu og val á veitingastöðum.
Á hótelsvæðinu er lítið verslunartorg og þar er líkamsrækt með hlaupabrettum og hjólum og hægt er að sækja hóptíma meðal annars í jóga og Pilates. Hjólaleiga er þar einnig sem býður upp á skipulagðar hjólaferðir, kjörbúð þar sem helstu nauðsynjar fást og þvottahús. Þar er einnig sportbarinn Arena, þar sem er tilvalið að setjast niður, fá sér einfalda máltíð og nýta sér ókeypis þráðlausa nettengingu. Einnig er tennisvöllur við hótelið þar sem hægt er að fá kennslu, og billjarðborð.
Nokkurra mínútna gangur er á Flamingo-ströndina sem er í lítilli vík og nokkrir veitingastaðir eru í næsta nágrenni. Lengra er í stærri strandir og um hálftíma gangur meðfram fallegri strandlengjunni inn í miðbæinn þar sem eru verslanir og veitingastaðir. Stutt er í vatnasport, golfvöll og ýmsa aðra afþreyingu.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 mín
- Strönd: 20 mín á Playa Flamingo
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Loftkæling: Gegn gjaldi
Fæði
- Án fæðis