Paradisus Gran Canaria, San Agustin
Vefsíða hótels

Paradisus Gran Canaria er nýtt 5 stjörnu lúxushótel með öllu inniföldu við San Agustín ströndina. Hótelið opnaði í mars 2023 og er á frábærum stað aðeins 200 metra frá strönd
Á hótelinu eru samtals 297 herbergi, Öll með kaffivél fyrir hylki, fríum minibar og náttsloppum
Á hótelinu er boðið upp mikla afþreyingu svo hér þarf engum að leiðast, meðal þess sem í boði er er heilsulind, líkamsrækt, 6 sundlaugar, veitingastaðir og barir. Heilsulind hótelsins býður upp á fjöldan allan af heilsu- og snyrtimeðferðum og hægt er að fara í Tyrkneskt bað, nudd eða sauna gegn auka gjaldi. Veitingastaðir hótelsins eru 8 talsins og bjóða ýmist upp á hlaðborð eða a-la-carte rétti. Snarlbar er við sundlaugina og bar er í anddyri hótelsins sem er opinn allan sólarhringinn, ekki má svo gleyma Grand Café barnum sem er mjög skemmtilegur. Á kvöldin er svo ýmis konar afþreying s.s. lifandi tónlist, þema-kvöldverðir og bíó svo eitthvað sé nefnt. Talsverð afþreying er einnig í boði fyrir börn frá 5 ára aldri s.s. leiki, föndur, þematíma og íþróttastarfsemi. Einnig er heilmikið um að vera fyrir unglinga s.s. leiki á ströndinni, ýmsa vatnaleiki og bíó á kvöldin.
Fjarlægðir
- Strönd: 200 m
- Flugvöllur: 25 km
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Expresso kaffivél
- Sturta
- Sundlaug
- Te eða kaffivél
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Barnadagskrá
- Baðsloppar
- Barnasundlaug
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging
Vistarverur
- Hraðsuðuketill
- Íbúðir/herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Vifta
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
- Þrif: daglega
Fæði
- Allt innifalið