fbpx Park Inn by Radisson, Alexander Platz | Vita

Park Inn by Radisson, Alexander Platz
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel við Alexander Platz í hjarta Berlínar. Hæsta hótelbygging borgarinnar og því stórkostlegt útsýni. Veitingastaðir og heilsulind í hótelinu, Safnaeyjan, Alexa-verslunarmiðstöðin, sjónvarpsturninn og mörg helstu kennileiti í léttu göngufæri. Neðanjarðarlestir og S-Bahn stoppa stutt frá hótelinu og því auðvelt að komast hvert sem hugurinn girnist.

Í hótelinu eru 1.012 vistarverur á 37 hæðum. Hægt er að velja um einstaklings og tveggja manna herbergi, Junior svítur sem rúma þrjá og tveggja manna gluggalausar Color slökunarsvítur. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar í hlýjum brúnum tónum. Teppi er á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og þráðlaus háhraðanettenging, gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og baðvörur og á sumum er regnsturta og hiti í gólfum. Í Superior hornherbergjum og svítum er baðker. 

Þrír veitingastaðir eru í hótelinu, hlaðborðsstaðurinn Humboldt’s, Ztille-Stube, þar sem áherslan er á hefðbundna þýska rétti, og Spagos, sem sérhæfir sig í blöndu af evrópskri og kalifornískri matargerð í nútímalegu og líflegu umhverfi þar sem fylgjast má með kokkunum að störfum. Á Spagos er hægt að setjast úr á verönd og á barnum fæst að sjálfsögðu úrval ljúffengra drykkja. Þeim sem þjást ekki af lofthræðslu er bent á að setjast út á þakveröndina, í 150 metra hæð, með ljúfan drykk og njóta stórfenglegs útsýnisins yfir borgina.

Líkamsræktaraðstaðan er hin ágætasta og í heilsulindinni er gufubað og hvíldarhreiður og í boði eru nudd- og líkamsmeðferðir af ýmsum gerðum. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er farangursgeymsla, þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, smávöruverslun, bíla- og hjólaleiga. 
Park Inn er frábært hótel í hjarta borgarinnar, tilvalið hvort sem ætlunin er að vera mikið á ferðinni eða slaka á inn á milli í heilsulindinni. Örstutt frá sjónvarpsturninum, Alexa-verslunarmiðstöðinni, Safnaeyjunni og fjölda kennileita. Veitingastaðir og verslanir allt um kring og bæði neðanjarðarlestir og S-Bahn stoppa stutt frá hótelinu.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 23 km
  • Miðbær: Í hjarta borgarinnar
  • Veitingastaðir: Þrír veitingastaðir á hótelinu

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Hárþurrka
  • Loftkæling: og upphitun

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun