fbpx Park Inn by Radisson Meriton Conference & Spa, Tallinn | Vita

Park Inn by Radisson Meriton Conference & Spa, Tallinn
4 stars

Vefsíða hótels

Meriton Grand Conference & Spa Hotel er gott og nútímalegt hótel  í hjarta höfuðborgarinnar rétt við gamla bæinn og þinghús Eista. Þar sem hótelið er einstaklega vel staðsett er stutt í verslanir, leikhús og fjölmarga veitingastaði.

Á hótelinu eru 465 nútímaleg og smekklega innréttuð herbergi á 6 hæðum. Hótelið er einnig ráðstefnuhótel og hefur 14 ráðstefnusali til umráða auk veisluþjónustu.

Úrval veitingastaða er á hótelinu auk tveggja hótelbara og kaffihúss þar sem hægt er að fá heimabakaðar kökur daglega og salat eða samlokur. Á The White Piano Bar er hægt að setjast niður í rólegheitum, slaka á, fá sér léttar veitingar eða tapas rétti og hlusta á lifandi tónlist. Wok & Grill er asískur veitingastaður sem opinn er gestum hótelsins og Bistro Mary sem er alþjóðlegur veitingastaður. Buddha Bar er bar sem er í móttöku hótelsins og er þar hægt að fá bæði kalda og heita drykki. 

Ekki má gleyma heilsulind hótelsins sem er einstaklega flott og er staðsett á fyrstu hæð. Heilsulindin er opin mánudaga til sunnudaga frá kl. 7:00 - 22:00 og því tilvalið að taka baðfötin með sér. Úrval gufubaða og nuddpotta er á staðnum, sundlaug, tækjasalgur og sérstök aðstaða til slökunar, nuddbekkir og bar auk snyrtistofu.  Aðgangur að heilsulindinni er innifalinn fyrir hótelgesti sem eru bókaður á vegum ferðaskrifstofunnar VITA.

 

Fjarlægðir

  • Miðbær: Í miðbænum
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun