fbpx Parque Central, Havana

Parque Central, Havana
5 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott 5 stjörnu hótel á frábærum stað í miðbænum í göngufjarlægð við öll helstu kennileiti í gömlu Havana. Þrír veitingastaðir, fjórir barir og sundlaug á þakinu.

Á  hótelinu eru 427 smekklega og þægilega innréttuð herbergi sem öll eru loftkæld. Á öllum  herbergjum er einnig sími, gervihnattasjónvarp, öryggishólf, vekjaraklukka, regnhlíf og hárblásari á baði. Einnig er hægt að fá straujárn og straubretti til afnota á herbergi sé þess óskað.

Á þaki hótelsins er sundlaug og óviðjafnanlegt útsýni yfir borgina. Aðstaða til líkamsræktar. Auk þess er hægt að bóka nudd gegn gjaldi.

Móttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að skipta gjaldeyri. Auk þess er þar verslun og bílaleiga. Hótelið býður upp á herbergisþjónustu allan sólarhringinn og hreinsun á fatnaði. gegn gjaldi.

Á hótelinu eru 3 veitingastaðir, einn sem býður upp á hlaðborð, einn ítalskur veitingastaður og steikhús sem eru opnir í hádegi og á kvöldin. Auk þess eru fjórir barir í móttökunni og tveir þeirra selja létta rétti og drykki allan daginn.

Þráðlaust internet er á hótelinu gegn gjaldi.        

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 125 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun