Parque Central og Iberostar Varadero

Hægt er að lesa meira um Parque Central hér
Hægt er að lesa meira um Iberostar Varadero hér
Parque Central er mjög gott 5 stjörnu hótel á frábærum stað í miðbæ Havana. Það er í göngufjarlægð við öll helstu kennileiti í gömlu Havana. Þrír veitingastaðir, fjórir barir og sundlaug á þakinu.
Á hótelinu eru 427 smekklega og þægilega innréttuð herbergi sem öll eru loftkæld. Á öllum herbergjum er einnig sími, gervihnattasjónvarp, öryggishólf, vekjaraklukka, regnhlíf og hárblásari á baði. Einnig er hægt að fá straujárn og straubretti til afnota á herbergi sé þess óskað.
Á þaki hótelsins er sundlaug og óviðjafnanlegt útsýni yfir borgina. Aðstaða til líkamsræktar. Auk þess er hægt að bóka nudd gegn gjaldi.
Iberostar Varadero er frábært 5 stjörnu hótel við ströndina í Varadero með öllu inniföldu. Á hótelinu eru 386 rúmgóð herbergi í 11 byggingum sem standa umhverfis fallegan sundlaugagarð. Tripadvisor telur þetta hótel það besta í Varadero.
Öll herbergi eru rúmgóð og með svölum eða palli. Í hverju herbergi er einnig loftræsting, gervihnattasjónvarp, geisladiskaspilari, sími, smábar, te og kaffivél, öryggishólf, straujárn og straubretti og hárblásari á baði.
Í garðinum eru 3 frábærar sundlaugar og sundlaugarbar auk góðrar barnalaugar. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu sem og sauna og nuddpottur. Á hótelinu er einnig heilsulind sem býður upp á hinar ýmsu snyrti-, vellíðunar- og heilsumeðferðir gegn gjaldi.
Fjarlægðir
- Veitingastaðir: Á hótelum og í næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið
- Morgunverður