Pension Europa
Vefsíða hótels

Europa er 2ja stjörnu fjölskyldurekið "pension" á besta stað í Selva, staðsett gegnt skíðakláfnum Champinoi. Á hótelinu er fínn og góður veitingastaður, bar og ágæt herbergi.
Margir þekkja húsið af sólarsvölunum beint á móti Ciampinoi, en þar hafa margir átt notalega stund með kaffibolla eða ölglas á barnum og veitingastaðnum sem er nútímalegur og snyrtilegur.
Herbergi eru er lítil en öll í mjög góðu ástandi. Öll með baðherbergi, sturtu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi, hárþurrku. Frí þráðlaus nettenging er á herbergjum og sameiginlegu rými. Tveggja manna herbergi eru með svölum en einbýli eru án svala.
Fínn kostur á verulega góðu verði á besta stað í Selva, en athugið að ekki er lyfta í húsinu.
Fæði: Hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá skíðalyftu: 20 metrar
- Frá miðbæ: Í hjarta bæjarins gegnt Champinoi skíðakláfnum
Aðstaða
- Nettenging
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Herbergi
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði