Pension Nordstern - Mayrhofen

Einfalt þriggja stjörnu hótel staðsett á góðum stað í Mayrhofen við Zillertal. Gististaðurinn hét áður Garni Strass . Í næsta nágrenni eru veitingastaðir, barir og verslanir. Stutt frá er skíðakláfurinn Penken.
Hótelið er komið til ára sinna og er einfalt í sniðum, en þar má finna móttöku, veitingastað og bar. Morgunverður er innifalinn og er hann er reiddur fram af hlaðborði. Nettenging er á staðnum bæði inn á herbergjum og á sameiginlegum svæðum.
Herbergin eru látlaus með einföldum innréttingum. Öll eru þau með sjónvarpi, öryggishólfi, svölum og fullbúnu baðherbergi.
Þetta er einfaldur en hagkvæmur kostur á góðum stað nálægt skíðalyftum, en skíðasvæðið býður upp á 142 km. af skíðabrautum. Brekkur bæði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna
Sjá nánar um Mayrhofen og skíðasvæðið við Mayrhofen og Zillertal
Ekki er í boði akstur til og frá flugvelli á vegum Icelandair VITA
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: Innsbruck: 67,7 km
- Veitingastaðir: Rétt hjá
- Frá skíðalyftu: Rétt hjá