fbpx Pestana CR7 | Vita

Pestana CR7
4 stars

Vefsíða hótels

Nútíminn mætir gamla tímanum í þessari sögulegu byggingu sem hefur verið gerð upp til að mæta fullkomlega kröfum dagsins í dag. Frábær staðsetning og skemmtileg hönnun í samstarfi Pestana hótelkeðjunnar og portúgölsku fótboltastjörnunnar Cristiano Ronaldo.

Á hótelinu eru rúmlega 80 herbergi og svítur. Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Hönnunin byggir á mjúkum en litríkum tónum og herbergin eru klassísk en með áhugaverðum smáatriðum. Þjónustan á hótelinu er einstaklingsmiðuð og sérstaklega er hugað að tæknimálum en þar er háhraðainternettenging, stillanleg lýsing, USB tengi ásamt 48“ HD sjónvarpi með bluetooth, Apple TV og Android streaming. Á öllum herbergjum er loftkæling, öryggishólf, sími og allt sem þarf til að upplifa CR7 lífsstílinn. Parket er á gólfum og hótelið hefur fágað yfirbragð. Baðherbergin eru flísalögð og þar er sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.

Á hótelinu er rekinn óformlegur veitingastaður og bar þar sem hægt er að njóta matar eða drykkjar, slaka á, vinna eða skemmta sér ærlega. Þar eru íþótta-, tísku- og lífsstílsviðburðir sýndir á skjám og færir barþjónar gera ljúffenga drykki. Reglulega koma plötusnúðar og halda uppi stemningunni.

Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða svo það er engin afsökun til að mæta ekki í ræktina í fríinu. Einnig er hægt að panta nudd upp á herbergið. Starfsfólkið á hótelinu er tilbúið til að aðstoða gesti við að panta hvað sem er, afþreyingu, skemmtun, menningarupplifanir, dagsferðir o.s.frv. Það er meira að segja hægt að panta Tuk Tuk og skoða borgina með þessum þægilega ferðamáta. 

Hótelið er frábær valkostur fyrir alla sem heimsækja Lissabon, hvort sem þeir eru Ronaldo aðdáendur eða ekki. Staðsetningin er frábær til að skoða borgina, stutt í allar helstu samgöngur, verslunarhverfið og næturlífið.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 10 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
 • Miðbær: 2 min göngufjarlægð frá Commerce torginu

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun