Pierre & Vacances
Vefsíða hótels
![3 stars](/sites/vita.is/themes/vita_theme/images/stars.png)
Þægindi og rólegheit eru í fyrirrúmi á Pierre & Vacances íbúðahótelinu á Roquetas de mar. Skemmtilegt útsýni út á hafið og yfir golfvöllinn, fjölskylduvænt hótel og stutt í miðbæinn.
Á hótelinu eru um 160 íbúðir sem eru með 1-3 svefnherbergjum fyrir 2-8 fullorðna. Hótelið er ljósmálað og snyrtilegt að utan. Íbúðirnar eru bjartar með eldhúskróki og stofu en allar innréttingar og húsgögn eru í ljósum litum. Á gólfum er parket eða flísar. Í öllum íbúðum er loftkæling og hitari, internet, sjónvarp og sófi. Einnig hafa þær eldhús með öllum helstu áhöldum, ísskáp og örbylgjuofni. Baðherbergin eru flísalögð með sturtu og helstu snyrtivörum en í stærri íbúðunum er baðkar líka og jafnvel aukasalerni í þeim stærstu. Öllum íbúðum fylgja svalir eða verönd með útihúsgögnum.
Á hótelinu er hvorki hægt að kaupa mat né drykk en fjöldinn allur af góðum veitingastöðum, kaffihúsum og börum eru í nágrenni við hótelið. Hótelið er aðeins í um 500m fjarlægð frá Roquetas ströndinni þar sem hægt að versla og gæða sér á ljúffengum veitingum.
Hótelgarðurinn er skipaður grænum flötum en við sundlaugina er verönd þar sem hægt er að slaka á og njóta sólarinnar. Þar er ein stór sundlaug og ein vaðlaug fyrir börnin. Einnig er leiksvæði fyrir börnin á staðnum. Góð sólbaðsaðstaða er umhverfis sundlaugina þar eru með sólbekkjum. Stutt er í ýmsa sögu- og menningarlega staði en einnig í íþróttatengda staði eins og Playa Serena og Almerimar golfvellina. Einnig er stutt í næsta vatnsleikjagarð. Ef gestir hafa fengið nóg af útiverunni er leikjaherbergi inni á hótelinu.
Pierre &Vacances Apartments er á rólegum og góðum stað á Roquetas de mar, nálægt Playa Serena ströndinni og Playa Serena golfvellinum. Stutt í hjarta bæjarins og höfnina.
Fjarlægðir
- Strönd: 500 m
- Flugvöllur: 30 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
Fæði
- Án fæðis