fbpx Playacapricho, Roquetas de mar | Vita

Playacapricho, Roquetas de mar
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel og frábær kostur fyrir alla sem vilja njóta lífsins í sólinni. Staðsett á ströndinni við göngugötuna með fallegt útsýni út á hafið. Aðeins í stuttri göngufjarlægð frá golfvellinum.

Á hótelinu eru einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi, stúdíóíbúðir, fjölskylduherbergi og svítur. 

Herbergin eru björt, ljósmáluð og yfirleitt með ljósum innréttingum, góðum gluggum og stórum speglum. Á flestum herbergjum eru flísar á gólfum en parket á sumum. Öll herbergin eru með loftkælingu og viftu, síma, sjónvarpi með gervihnattarásum, litlum ísskáp, öryggishólfi og interneti gegn gjaldi og skrifborði. Stúdíó og svítur eru með eldunaraðstöðu og stofu og sumar jafnvel með heitum potti. Hægt er að ganga út á verönd eða svalir sem búnar eru útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð en þar er baðkar með sturtu, hárblásari og snyrtivörur. 

Aðalveitingastaður hótelsins býður upp á veitingar af hlaðborði þar sem í boði er fjöldinn allur af spænskum og alþjóðlegum réttum. Hægt er að fylgjast með eldamennskunni inni í borðsalnum. Einu sinni í viku er galakvöldverður og stundum eru þemakvöld. Þrír barir eru á hótelinu þar sem hægt er að slaka á og njóta ljúffengra veiga og einnig er hægt að fá þar létt snarl. Einn af börunum er staðsettur í hótelgarðinum svo það er stutt að fara úr sólinni.

Hótelgarðurinn er vel búinn en þar er gríðarstór sundlaug með suðrænu þema og skemmtilegri rennibraut. Einnig er sundlaug innandyra. Í hótelgarðinum eru nuddpottar fyrir þá sem eru eldri en 15 ára, sólbekkir allt um kring og leikvöllur með minigolfi og borðtennisborðum. Starfræktir eru aldurstengdir klúbbar fyrir börn og einnig er klúbbur fyrir unglinga. Skemmtidagskrá er á kvöldin og einnig er í boði skipulögð hreyfing. Stutt er á ströndina þar sem er hægt að fara í sólbað eða stunda vatnaíþróttir. Einnig eru tennisvellir og hestaleiga í grenndinni. 

Playa Capricho er frábært hótel fyrir fjölskyldufríið. Allt frá því þið komið inn í glæsilegan forsalinn með gríðarmiklu fíkjutrénu og suðrænum plöntum hangandi frá hverri hæð er ljóst að fríið verður ljúft.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 36 km
 • Strönd: Stutt á strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Ísskápur: Lítill

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun