fbpx Playaolid, Costa Adeje | Vita

Playaolid, Costa Adeje
3 stars

Vefsíða hótels

Playaolid er íbúðahótel á sérstaklega góðum stað á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru allt um kring.

Á hótelinu eru fjölbreyttir möguleikar í boði þegar kemur að gistingu en þar er hægt að bóka 202 gistimöguleika sem henta fjölbreyttum hópum ferðamanna. Annars vegar er um að ræða hefðbundnar íbúðir og svítur og hins vegar sérstakar fjölskylduíbúðir og fjölskyldusvítur sem eru vel búnar þægindum fyrir fólk sem ferðast með börn. Einnig er hægt að leigja rúmgóðar stúdíóíbúðir. Hönnunin á herbergjum og íbúðum er klassísk og nútímaleg. Vistarverur eru rúmgóðar og bjartar með smá litagleði hér og þar. Flísar eru á gólfum. Í öllum vistarverum er loftkæling, frítt internet, snjallsjónvarp með gervihnattastöðvum, setustofa, míníbar, lítið eldhús og öryggishólf. Öllum svítum og íbúðum fylgja svalir eða verönd. Baðherbergi eru afar snyrtileg en þau eru flísalögð og þar er baðkar, sturta og hárblásari.

Veitingaaðstaðan á hótelinu er frábær en þar er boðið upp á ferskan, bragðgóðan og fjölbreyttan mat. Á morgnana er borinn fram girnilegur morgunverður á hlaðborði og yfir daginn er hægt að panta mat á veitingastaðnum eða snarl á barnum.
Á kvöldin er hægt er að fylgjast með matreiðslufólki leika listir sínar og á hverju kvöldi er nýtt þema. Fjölbreyttir barir eru á hótelinu, meðal annars í hótelgarðinum þar sem yndislegt er að sitja með góðan drykk í hönd og kæla sig niður í sólinni.

Hótelgarðurinn er þægilega stór en þar eru þrjár sundlaugar ásamt sólbaðsverönd með nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Tvær af sundlaugunum eru upphitaðar og er önnur þeirra sérstaklega ætluð börnum. Krakkaklúbbur er á hótelinu og ýmislegt við að vera fyrir þau sem yngri eru. Fyrir þá sem vilja eyða deginum við sjávarsíðuna tekur um 15 mín. að ganga niður á strönd.

Playaolid er góður kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna. Andrúmsloftið á hótelinu er hlýlegt og leitast er við að öllum líði vel. Hægt er að leigja hjól og bíla í gestamóttökunni en starfsfólkið þar er alltaf tilbúið til að hjálpa gestum að skipuleggja fríið sitt og bóka ferðir.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Strönd: Torviscas ströndin - 15 mín. gangur
 • Miðbær: Stutt frá Gran Sur og San Eugenio verslunarmiðstöðvunum.

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun