Porto Rethymno, Rethymnon
Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel búið öllum þægindum á frábærum stað á ströndinni. Rétt við gamla miðbæinn í Rethymno.
Í hótelinu eru 200 vistarverur. Standard herbergi rúma allt að þrjá einstaklinga og eru með svölum með útsýni yfir bæinn. Lúxus herbergi og svítur rúma tvo einstaklinga og þar er útsýni af svölum út yfir hafið. Allar vistarverur eru glæsilega innréttaðar á stílhreinan og hlýlegan hátt. Teppi eru á gólfum. Öll þægindi eins og loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, geislaspilari, öryggishólf, aðstaða til að laga te og kaffi auk þráðlausrar nettengingar eru til staðar og fyllt er á smábar gegn gjaldi. Á baðherbergjum eru baðsloppar, inniskór, hárþurrka og baðvörur.
Í aðalveitingasal er boðið upp á ríkulegt morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum og hádegi og á kvöldin er matargerð Miðjarðarhafsins þar í hávegum höfð auk staðbundinna og alþjóðlegra rétta. Á Piazza del Porto er boðið upp á girnilegra rétti af matseðli. Auk þess er snarl og svalandi drykkir í boði við sundlaugarnar.
Í hótelgarðinum eru tvær ferskvatnslaugar og þar er öll aðstaða til fyrirmyndar, sólbekkir, sólhlífar og baðhandklæði. Á ströndinni, sem er einkaströnd hótelsins, eru sturtur og aðstaða til að fataskipta. Innisundlaug er á hótelinu, einnig ágæt líkamsræktaraðstaða, nuddpottur, gufubað, þurrgufa og hvíldaraðstaða. Þar er einnig hárgreiðslustofa og nudd. Jógatímar og leikfimi er einnig í boði og strandblak í sandinum. Skemmtidagskrá er fyrir börn á daginn og alla aldurshópa á kvöldin.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og boðið er upp á gjaldeyrisskipti, bílaleigu, þvott, þurrhreinsun og strauþjónustu.
Porto Rethymno er glæsilegt hótel í nútímalegri byggingu við ströndina í Rethymno. Hægt er að stunda alls kyns sport rétt við hótelið, vatnasport á sjó og göngur og hjólreiðar á landi. Örfáar mínútur tekur að ganga niður að höfninni í bænum nokkrar mínútur á bíl inn í gamla miðbæinn með sínum þröngu steinilögðu götum og borgarvirkinu. Þar að auki eru verslanir, veitingastaðir og barir eru á hverju strái í nágrenni hótelsins.
Vinsamlega athugið að fararstjóri VITA er staðsettur í Chania en hægt er að ná í hann í þjónustusíma.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 68 km 1 klst og 10 mín
- Miðbær: í Rethymnon
- Strönd: Einkaströnd við hótelið
- Veitingastaðir: Á hóteli og næsta nágrenni
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Án fæðis