PortoBay Marquês
Vefsíða hótels

PortoBay Marquês er mjög fallegt 4 stjörnu hótel staðsett á Rua Duque de Palmela, rétt við Marquês de Pombal torgið og í stuttu göngufæri við öll helstu kennileiti borgarinnar.
Á hótelinu eru tveir barir, ítalskur veitingastaður og skemmtilegt útisvæði með heitum potti, þar sem hægt að að fá sér drykk og njóta lífsins. Ágætis líkamsræktaraðstaða er á hótelinu, sauna og gufubað.
Herbergin er ágætlega rúmgóð og björt. Þau eru með fríu þráðlausu interneti, loftkælingu, minibar gegn gjaldi, kaffiaðstöðu og baðsloppum og inniskóm. Baðherbergin eru með Rituals baðvörum.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 25 mín akstur
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gufubað
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Handklæði fyrir hótelgarð
- Líkamsrækt
- Þráðlaust net
Vistarverur
- Sjónvarp
- Te- eða kaffiaðstaða
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
- Baðsloppar
Fæði
- Morgunmatur