Princesa Yaiza, Playa Blanca
Vefsíða hótels
Glæsilegt lúxushótel við Dorada-ströndina í Playa Blanca. Hótelið hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna undanfarin ár fyrir gæði og þjónustu. Veitingastaðir, verslanir, afslöppun og afþreying af bestu gerð.
Hótelið er byggt í klassískum nýlendustíl Kanaríeyja og stendur á 55.000 fermetra lóð. Þar eru 385 vistarverur af tólf mismunandi gerðum. Allt frá 43 fermetra herbergjum með 12 fermetra verönd og upp í 100 fermetra svítur með 50 fermetra verönd. Sem dæmi má nefna Superior Relax svítur sem eru fullkomnar ef hvíld og endurnæring er í forgangi því að þar mega einungis þeir gista sem eru eldri en 16 ára og aðgangur að heilsulindinni fylgir og morgunmatur af matseðli á veitingastaðnum Isla del Lobos. Þá eru fjölskyldusvítur, á sérsvæði í hótelinu, rúma tvo fullorðna og allt að fjögur börn er með líflega innréttuðu barnaherbergi og því getur fylgt barnakerra, skiptiborð, pelahitari eða næturljós, Playstation og fleira sem hentar eldri börnum.
Innréttingar eru í fallegum nýlendustíl, úr við og viðarbitar í loftum. Flísar á gólfum. Allar vistarverur eru búnar öllum nútímaþægindum, flatskjársjónvarpi, þráðlausri nettengingu og baðherbergi eru ýmist með baðkeri eða sturtu, eða hvoru tveggja. Sums staðar fylgja baðsloppar, espressovél eða örbylgjuofn. Verönd og svalir eru búnar húsgögnum og útsýni er ýmist til fjalla, yfir hótelgarðinn eða út á Atlantshafið.
Níu veitingastaðir eru í samstæðunni, með áherslu á ítalska, japanska teppanyaki, alþjóðlega og að sjálfsögðu kanaríska matargerð. Einn þeirra, Isla de Lobos var valinn besti hótelveitingastaðurinn á öllum Kanaríeyjum 2020 og yfirkokkurinn einnig sá besti á eyjaklasanum. Þá er tapasstaður og nokkrir barir í hótelinu.
Í hótelgarðinum er sex útisundlaugar, mismunandi að stærð og gerð, og Kikoland, 10.000 fermetra skemmtigarður fyrir börn og unglinga upp að 18 ára. Skemmtistaðir eru fyrir þá eldri og viðburðir og sýningar reglulega. Fjöldi verslana er á svæðinu sem selja vörur frá þekktum alþjóðlegum merkjum á borð við Valentino, Lacoste, Levi‘s og fleiri.
Heilsulindin, The Thalasso & Spa Centre, sérhæfir sig í líkams- og fegrunarmeðferðum þar sem austrænar og vestrænar hefðir mætast og veita fullkomna slökun og vellíðan og í líkamsræktinni eru Technogym-tæki, leiðbeinendur og hóptímar.
Í gestamóttökunni sem er opin allan sólarhringinn er starfsfólkið sérhæft í að veita upplýsingar um allt á milli himins og jarðar og er einstaklega þjónustulundað.
Segja má að Princesa Yaiza sé í raun heilt þorp með öllu sem því tilheyrir. Það stendur við gyllta strönd og stuttur göngutúr er að smábátahöfninni í Playa Blanca. Stutt er í golfvöll og vatnagarð. Hægt er að hlaða niður smáforriti (appi) þar sem upplýsingar fást um alla þjónustu og viðburði sem hótelið býður upp á.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 25 mín
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Frítt Wi-Fi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður