fbpx Protur Roquetas de Mar | Vita

Protur Roquetas de Mar
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel við ströndina í Las Marinas við suðurhluta Roquetas de Mar. Góð heilsulind og hótelgarður með stórri laug. Gengið er beint úr garðinum niður á ströndina.

Í hótelinu eru 372 fallega innréttuð herbergi og svítur af ýmsum stærðum og gerðum, ætluð tveimur til sex einstaklingum. Innréttingar eru hlýlegar og smekklegar, viður í dekkri kantinum og áklæði í mismunandi lit. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, öryggishólf og þráðlaus nettenging. Fyllt er á smábar með vatni og óáfengum drykkjum daglega. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka, snyrtispegill og baðvörur. Við allar íbúðir er verönd eða svalir búnar húsgögnum.

Þrír veitingastaðir eru í hótelinu, hlaðborðsstaður þar sem hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum og njóta útsýnisins yfir hafið, og tveir sem bjóða ljúffenga asíska eða ítalska rétti af matseðli. Nokkrir barir eru í hótelinu, þar af einn að sjálfsögðu við sundlaugina.

Í hótelgarðinum er stór sundlaug og hluti hennar er með vatnsnuddbekkjum og öldum. Sérlaug er fyrir börnin með litlum vatnsrennibrautum og leiktækjum. Krakkaklúbbur er fyrir börnin og dagskrá yfir daginn og fram á kvöld fyrir börn og fullorðna.

Heilsulindin Biomar Spa býður úrval nudd- og líkamsmeðferða og þar er nuddlaug með hvíldarhreiðri, tyrkneskt bað, ilmsturtur og margt fleira. Gestir hótelsins fá frían 90 mínútna aðgang að heilsulindinni einu sinni á dvalartíma. Upphituð innilaug er opin yfir köldustu mánuðina. 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er farangursgeymsla, bílaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta. 

Fallegt hótel fyrir alla fjölskylduna á ströndinni í suðurhluta Roquetas de Mar, 800 metra frá Playa Serena golfvellinum. Hér er aldeilis hægt að slaka á því að heilsulindin er frábær og ströndin rétt við hótelið. Veitingastaðir og verslanir eru í næsta nágrenni en 4 kílómetrar eru inn í miðbæ Roquetas de Mar. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 36 km
 • Strönd: Við strönd
 • Miðbær: 4 km í miðbæð Roquetas de Mar
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun