Puerto Azul Apartments, Marbella
Vefsíða hótels
Puerto Azul hótelið er stílhreint og fallegt íbúðahótel sem staðsett er á fallegum stað á strandlengjunni í Marbella.
Á hótelinu eru 61 íbúð en íbúðirnar eru annars vegar með einu svefnherbergi og hins vegar stúdíóíbúðir. Úr sumum íbúðunum er óhindrað útsýni til sjávar.
Íbúðirnar eru bjartar og rúmgóðar, nútímalegar, snyrtilegar og klassískar. Húsgögn eru í ljósum litum og parket er á gólfum. Í öllum íbúðum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, sími og öryggishólf. Bæði í stúdíóíbúðum og stærri íbúðunum er lítið eldhús með öllu því helsta sem þarf til að elda sinn eigin mat í fríinu, þar á meðal ísskáp og örbylgjuofni. Góð útihúsgögn eru á svölunum. Í stærri íbúðunum er svefnsófi í stofunni. Baðherbergin eru snyrtileg og flísalögð í hólf og gólf. Þar er baðkar með sturtu, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Á hótelinu er góður veitingastaður þar sem morgunverður er borinn fram af hlaðborði en í hádeginu og á kvöldin er hægt að panta kvöldverð af matseðli og njóta í kósý umhverfi eða í léttri kvöldgolunni úti á veröndinni.
Hótelgarðurinn er nánast staðsettur á La Fontanilla ströndinni, sundlaugin er bara nokkrum skrefum frá sandinum og hægt er að komast beint úr hótelgarðinum niður á ströndina. Góð sólbaðsverönd er í hótelgarðinum en þar eru hengirúm þar sem þú getur slakað á með drykk eða snarl og stórkostlegt útsýni. Hægt er að spila borðtennis í garðinum og stundum eru danssýningar á veröndinni.
Í heildina er Puerto Azul góður kostur fyrir alla sem vilja eyða fríinu alveg við ströndina og svolítið út af fyrir sig. Regluleg þrif eru á íbúðunum og gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er starfsfólk tilbúið til að aðstoða með hvað sem getur komið upp á. Hægt er að leigja hjól á hótelinu og skemmtilegt er að skoða svæðið með þeim hætti.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 37 mín
- Strönd: Við strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging: Frítt Wi-Fi
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Hárþurrka
- Íbúðir
Fæði
- Morgunverður
- Án fæðis