P&V Almeria Roquetas de Mar
Vefsíða hótels

Þægilegt stílhreint íbúðahótel á rólegum stað við Playa Serena ströndina. Aðeins nokkurra mínútna gangur á gyllta sandströndina og næsta golfvöll.
Í hótelinu eru 160 íbúðir, 57 til 101 fm að stærð, með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum sem rúma allt að átta einstaklinga. Innréttingar eru stílhreinar og snyrtilegar í hvítum og bláum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og þráðlaus nettenging en enginn sími. Öryggishólf og háhraðanettenging fæst gegn gjaldi. Eldhúskrókur er vel búinn, með helluborði, ofni, örbylgjuofni, kaffivél, stórum ísskáp og öllum nauðsynlegum eldhúsáhöldum. Á baðherbergjum er baðker eða sturta og hárþurrka. Við allar vistarverur er verönd eða svalir búnar húsgögnum.
Í hótelgarðinum er sundlaug og lítil busllaug fyrir börnin. Bekkir og sólhlífar eru við laugarnar.
Farangursgeymsla er í móttökunni og starfsfólk aðstoðar við leigu á bílum og fleira. Í hótelinu eru þvottavélar og þurrkarar sem gestir hafa aðgang að og einnig drykkja- og snarlsjálfsalar.
P&V Almeria Roquetas de Mar er einfalt og snyrtilegt íbúðahótel á frábærum stað enda Playa Serena strandarinnar í Roquetas de Mar. Athugið að gestir þurfa að sjá um þrif að mestu en skipt er um handklæði og rúmföt 1-2 sinnum í viku. Aðeins er tveggja til þriggja mínútna gangur á ströndina og frá henni liggur strandgata alla leið í miðbæinn. Fimm til tíu mínútna gangur er í veitingastaði og verslanir. Vatnasport er hægt að stunda við ströndina og golfvöllurinn er í 450 metra fjarlægð.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 44 km
- Strönd: 2-3 min gangur á ströndina
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni, fimm til tíu mín gangur.
Aðstaða
- Sundlaug
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Án fæðis