fbpx Radisson Blu – Mall of America, Minneapolis | Vita

Radisson Blu – Mall of America, Minneapolis
4 stars

Vefsíða hótels

Þægindin eru í fyrirrúmi á þessu snyrtilega og rólega hóteli sem staðsett er í Mall of America – stærstu verslunarmiðstöð í Bandaríkjunum. Aðeins tekur nokkrar mínútur að labba yfir göngubrúna sem liggur á milli hótelsins og verslunarmiðstöðvarinnar svo þetta er frábær hótelkostur fyrir verslunarferðina þína!

Á hótelinu eru um 500 herbergi sem skiptast í tveggja til fjögurra manna herbergi og svítur. Herbergin eru rúmgóð og snyrtilega hönnuð með fallegum húsgögnum. Veggir eru ljósmálaðir og dúkur er á gólfum. Í herbergjunum er loftkæling, frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, lítill ísskápur, teketill, öryggishólf, skrifborð og sími. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn. Baðherbergin eru snyrtileg en þar eru sturta, sloppur, hárþurrka og helstu snyrtivörur.

Á hótelinu er morgunverður borinn fram af hlaðborði en einnig er hægt að grípa með sér kaffi og léttan morgunverð ef ekki er tími til að setjast niður og borða. Veitingastaðurinn FireLake Grill House & Cocktail Bar býður upp á brot af því besta í matargerð Minnesota. Þar er hægt að fá sér fjölbreytta ameríska rétti sem eru útbúnir úr bestu hráefnum svæðisins. Einnig er skemmtilegt að kíkja á barinn þar sem er róleg og kósý stemning, njóta drykkja eða jafnvel spila billjarð. 
Eftir annasaman dag í verslunarmiðstöðinni er mikilvægt að geta komið á hótelið og slakað vel á. Þá er ekki verra að skella sér í sund en góð innisundlaug er á hótelinu, ásamt líkamsræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn.
Einnig er heilsulind á staðnum þar sem hægt er að panta fjölbreyttar meðferðir eða bara njóta stundarinnar.

Radisson Blu hótelið er góður kostur fyrir alla sem koma til Minnesota. Hótelið er stutt frá miðbænum – aðeins tekur nokkrar mínútur að taka lest þangað. Einnig er í boði sú þjónusta að gestir séu sóttir á flugvöllinn og að þeim sé komið í veg fyrir flug svo það er um að gera að nýta sér hana. Skíðasvæðið er svo ekki langt frá hótelinu ef gestir vilja sameina verslun og útivist. 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 4 km
  • Miðbær: 28 km
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Hárþurrka
  • Ísskápur: Lítill

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun