fbpx Ramada Abu Dhabi Corniche | Vita

Ramada Abu Dhabi Corniche
4 stars

Vefsíða hótels

Ramada Abu Dhabi Corniche er fjögurra stjörnu lúxus hótel sem býður gestum sínum upp á úrval af einstakri þjónustu til að hjálpa þeim að njóta fjölbreyttra gersema  Abu Dhabi.

Hótelið sameinar sjarma og gestrisni með öllum nútímalegum þægindum innan seilingar. Hótelið er staðsett í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá fallegu Corniche-ströndinni og 10 mínútna akstursfjarlægð frá Saadiyat-eyju, sem þýðir á íslensku,,Hamingju eyja".

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, einn indverskur og annar þar sem matur er reiddur fram af hlaðborði. Þarna er einnig dásamlegt kaffihús sem sérhæfir sig í kökum og öðrum sætindum. Upp á efstu hæð hótelsins er útisundlaug ásamt lítilli sólbaðsaðstöðu. Líkamsræktaraðstaða og heilsulind stendur hótelgestum einnig til boða. 

Á hótelinu eru 235 herbergi með fallegu útsýni yfir Persaflóann.  Öll eru þau vel búin með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, te- eða kaffivél, minibar og hárþurrku svo eitthvað sé nefnt. Glæsileg aðstaða á hótelinu hjálpar svo sannarlega til að gera dvölina í Abu Dhabi eins skemmtilega og mögulegt er. 

Ferðamannaskattur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 5 dirhams á mann, á nótt á hótel Ramada Abu Dhabi Corniche.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 2,5 klst. akstur
  • Strönd: Rétt hjá
  • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Minibar
  • Hárþurrka
  • Herbergi

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun