Rey Carlos, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Rey Carlos:
• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska þegar við á.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum.
Rey Carlos er einfalt og þægilegt íbúðahótel á frábærum stað á Ensku ströndinni. Nokkurra mínútna gangur á ströndina. Fjöldi veitingastaða og verslana er í götunum í kring.
VITA hefur eingöngu verið með superior íbúðirnar yfir vetrarmánuði sem eru uppgerðar.
Í hótelinu eru 160 snyrtilegar íbúðir og herbergi með einu svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í þrjá einstaklinga.
Í íbúðunum eru tvær rafmagnshellur, pottur og steikarpanna. Engin ofn er í eldhúsinu. Borðbúnaður miðast við þrjá í íbúð. Einnig er kaffivél, lítill kælir og þráðlaus net- tenging, en greiða þarf fyrir afnot af henni.
Allar íbúðir eru með síma og sjónvarp með gervihnattarásum. Gjald er tekið fyrir fjarstýringu á sjónvarpi sem er skilað í lok dvalar.
Loftkæling er yfir sumarmánuðina.
Í herbergjum er aðeins einfaldari aðstaða en þar er kaffivél og lítill kælir.
Hægt er að leigja öryggishólf. Á baðherbergi er sturta. Við allar vistarverur eru svalir, búnar húsgögnum.
Íbúðirnar eru þrifnar 5 x í viku, alla virka daga.
Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á heita og kalda rétti af hlaðborði.
Ágætir barir eru á hótelinu.
Sundlaug með sérsvæði fyrir börnin og nuddpottur eru í hótelgarðinum. Sólbekkir og sólhlífar eru allt um kring. Á eyju í sundlauginni er Robinson-barinn og þar er í boði úrval kokteila og allra handa svalandi drykkja.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og boðið er upp á þvotta-, þurrhreinsi og strauþjónustu. Einnig eru hárgreiðslu- og snyrtistofa auk hjólaleigu.
Rey Carlos er í hjarta Ensku strandarinnar. Veitingastaðir og verslanir eru í götunum í kring og nokkrar mínútna gangur er í Yumbo verslunarmiðstöðina.
Þar að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu, vatnasport af öllu tagi, tennis- og golfvelli, gönguferðir og fleira sem starfsfólk hótelsins aðstoðar við að bóka og skipuleggja.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 36 km
- Miðbær: Í hjarta Ensku strandarinnar.
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
- Strönd: Nokkrar min á strönd
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði