Rey Carlos, Playa del Inglés

Vefsíða hótels

Einfalt og þægilegt íbúðahótel, uppgert nýlega að hluta, á frábærum stað á Ensku ströndinni. Nokkurra mínútna gangur á ströndina. Fjöldi veitingastaða og verslana er í götunum í kring. 

Í hótelinu eru 160 snyrtilegar íbúðir og herbergi með einu svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í þrjá einstaklinga. Í öllum íbúðum er sími og sjónvarp með gervihnattarásum. Loftkæling er yfir sumarmánuðina. Hægt er að leigja öryggishólf. Einnig er þráðlaus net- tenging, en greiða þarf fyrir afnot af henni.
Í eldhúskrók í íbúðum er ísskápur, eldavélahellur, örbylgjuofn, kaffivél og flest öll tilheyrandi eldhúsáhöld. Í herbergjum er aðeins einfaldari aðstaða en þar er kaffivél og lítill ísskápur. 
Á baðherbergi er baðker með sturtu og hárþurrka. Við allar vistarverur eru svalir, búnar húsgögnum.  

Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á ríkulegt úrval heitra og kaldra rétta af hlaðborði. Þar er ávallt er lögð áhersla á ferskt hráefni og sérréttir Kanaríeyja eru í fyrirrúmi.  
Ágætir barir eru á hótelinu.

Sundlaug með sérsvæði fyrir börnin og nuddpottur eru í hótelgarðinum. Sólbekkir og sólhlífar eru allt um kring. Á eyju í sundlauginni er Robinson-barinn og þar er í boði úrval kokteila og allra handa svalandi drykkja.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og boðið er upp á þvotta-, þurrhreinsi og strauþjónustu. Einnig eru hárgreiðslu- og snyrtistofa auk hjólaleigu. 

Rey Carlos er á frábærum stað í hjarta Ensku strandarinnar. Veitingastaðir og verslanir í eru í götunum í kring og nokkrar mínútna gangur er í Yumbo verslunarmiðstöðina. 
Þar að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu, vatnasport af öllu tagi, tennis- og golfvelli, gönguferðir og fleira  sem starfsfólk hótelsins aðstoðar við að bóka og skipuleggja.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 36 km
 • Miðbær: Í hjarta Ensku strandarinnar.
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
 • Strönd: Nokkrar min á strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun