fbpx Riu Palace Oasis, Maspalomas | Vita

Riu Palace Oasis, Maspalomas
4 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Riu Palace Oasis

Riu Palace Oasis er glæsilegt hótel á Maspalomas ströndinni. Góður matur, heilsulind og fallegt umhverfi – allt sem þarf til að slaka á í fríi við sjávarsíðuna.

Á hótelinu eru 415 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi og herbergi fyrir tvo fullorðna og eitt til tvö börn. Herbergin eru rúmgóð og björt, með ljósmáluðum veggjum og stórum gluggum. Innréttingar eru klassískar með hlýlegt yfirbragð. Húsgögn eru úr ljósum viði og parket er á gólfum. Í öllum herbergjum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp með gervihnattarásum, vifta, teketill, sími og straujárn. Út frá öllum herbergjum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð og mjög snyrtileg. Þar eru sturta, hárþurrka, helstu snyrtivörur og sloppur. 

Hótelið kemur svo sannarlega á óvart þegar kemur að matargerð en fjölbreyttir valkostir eru í boði hverju sinni. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu þar sem úrvalið samanstendur meðal annars af spænskum og alþjóðlegum réttum en einnig má finna nýstárlega matargerð. Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði en einnig er hægt að panta sérstaka rétti og fylgjast með því þegar þeir eru undirbúnir. Þrír barir eru á hótelinu en þar er jafnt hægt að panta bragðgóða og svalandi drykki sem og snarl og létta rétti.

Hótelgarðurinn er heillandi. Hann er gróðursæll en í honum eru meira en þúsund pálmatré. Þrjár sundlaugar eru í garðinum, sólbaðsverönd og góð svæði til að sitja og slaka á. Í garðinum eru líka barnasundlaug og leiksvæði fyrir börnin. Þeir sem vilja eyða deginum í að leika sér í sandinum, stunda vatnaíþróttir eða bara slaka á við sjóinn komast svo auðveldlega niður á gyllta sandströndina í gegnum hótelgarðinn.

Ýmislegt er um að vera á hótelinu en þar má meðal annars finna heilsulind þar sem er hægt að slaka á, fara í gufu, nuddpott eða panta meðferðir. Þar er einnig góð líkamsræktarstöð. Á kvöldin eru settar upp sýningar og lifandi tónlist spiluð. Yngsta kynslóðin getur tekið þátt í barnaklúbbi sem er starfræktur yfir sumartímann. 

Riu Palace Oasis hótelið er fullkominn staður til að eiga ógleymanlegt frí á Gran Canaria.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 34 km
 • Strönd: Við Maspalomas strönd, stutt á Ensku ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Vifta
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Fullt fæði
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun