Royal Tenerife Country Club Golf del Sur
Vefsíða hótels

Royal Tenerife Country Club er 3ja stjörnu gististaður með íbúðum sem eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Staðsett á Golf del Sur-golfvellinum og tekur u.þ.b. 4 mínútur að labba í klúbbhúsið.
Við gististaðinn eru 3 útisundlaugar, ein vel upphituð, og góður sundlaugagarður. Bar sem bíður uppá bæði mat og drykki. Það er litil líkamsræktarstöð, einnig er tennisvöllur og borðtennisaðstaða.
Íbúðirnar eru mjög huggulegar, byggðar í nýlendustíl, ýmist með verönd eða svölum. Loftræstikerfið er mjög gott,vifta er í stofulofti, svefnsófi, góður hægindastóll, kapalsjónvarp. Hægt er að leigja öryggishólf án gjalds. Á baðherbergjum (2) er hárþurrka og snyrtivörur og í eldhúsinu er örbylgjuofn,brauðrist,hraðsuðuketill og kaffivél.
Í svefnherbergi eru stórir fataskápar og stórt hjónarúm með góðum sængum. Svalir og verandir eru vel búnar húsgögnum og sólbekkjum. Það er þrifið og skipt um handklæði á þriggja daga fresti og á rúmum á 6 daga fresti.
WiFi er frítt og hraðvirkt og er til staðar hvarvetna á gististaðnum. Nuddstofa,hárgreiðslustofa og snyrtistofa er á staðnum.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og á svæðinu er lítil verslun þar sem allt það helsta fæst og þar færst líka nýbakað brauð kl átta á morgnana og búðin er opin alla daga frá 8 til 21.
San Blas hverfið er í um 15-20 mín. göngufæri og þar er fjöldi veitingastaða, smáverslana, matvöruverslun.
Í 5 mín göngufæri er Apótek, lækna/tannlækna og sjúkraþjálfunar stöðvar.
Frá íbúðunum er víða fallegt útsýni yfir golfvöllinn og íbúðirnar eru staðsettar á milli brauta golfvallarins.
Aksturinn á suður flugvöllin tekur aðeins um 10 mínútur.
Aðstaða
- Nettenging
- Sundlaug
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Íbúðir
- Ísskápur
- Kaffivél
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Án fæðis