Sana Lisboa

Vefsíða hótels

Stílhreint og nútímalegt hótel, rétt við Marquês de Pombal torgið í miðbæ Lissabon. Í léttu göngufæri við bæði gamla bæjarhlutann og viðskiptahverfið. Veitingastaður og heilsulind á hótelinu.

Í hótelinu eru 287 herbergi og svítur. Herbergin eru 23 fermetrar að stærð og rúma einn eða tvo fullorðna en einnig er hægt að fá samliggjandi fjölskylduherbergi. Innréttingar eru stílhreinar, í dökkum við og hlýjum litum. Teppi eru á gólfum. Einstaklingsherbergin eru með útsýni yfir Eduardo VII garðinn og tveggja manna herbergin yfir gamla bæjarhlutann og São Jorge kastala. Öll herbergi eru búin flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, stillanlegri loftkælingu og upphitun, rafrænu öryggishólfi, smábar og stórum spegli. Á baðherbergjum er hárþurrka, snyrtispegill og ókeypis baðvörur. Þráðlaust net er gestum að kostnaðarlausu. Frá Executive herbergjum á 10. og 11. hæð er stórkostlegt útsýni og þeim fylgir m.a. Playstation 4 auk annarra fríðinda. Svítur eru 50 fermetrar og þeim fylgja baðsloppar og inniskór auk ýmissa fríðinda.

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er alla morgna á veitingastaðnum Contemporâneo og matreiðslumeistararnir reiða auk þess fram hefðbundna portúgalska rétti með alþjóðlegu ívafi í hádeginu og á kvöldin. Setustofubarinn býður upp á portúgalska osta og sérlega góða súkkulaðitertu auk úrvals annarra smárétta og að sjálfsögðu ljúffenga drykki af öllum gerðum. 
Heilsulindin er búin nuddpotti, gufubaði, þurrgufu og ljósaklefa auk líkamsræktaraðstöðu og einnig er hægt að panta nuddmeðferðir. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Þar er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta og starfsfólk aðstoðar við bílaleigu og miðakaup. Einkabílastæði eru við hótelið fyrir þá sem hafa hug á að leigja bíl.

Hotel Sana er mjög gott nútímalegt og stílhreint hótel á frábærum stað í miðborg Lissabon. Umsagnir gesta um þjónustu og þrifnað eru nær einróma frábærar. Gamli bærinn er í léttu göngufæri og almenningssamgöngur til allra átta rétt við hótelið. Verslanir og veitingastaðir eru í götunum í kring. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 7 km
 • Miðbær: Rétt við Marquês de Pombal torgið
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun