Sandos Monaco, Benidorm
Vefsíða hótels

Hótel Sandos Monaco er gott 4ra stjörnu hótel með öllu inniföldu. Gestamóttakan er stór og björt með marmara á gólfum og fínum setustofum. Sundlaugarsvæðið er allt flísalagt með sólstólum og tveimur börum. Hótelið er á Levante-ströndinni, um 450 metra frá ströndinni og gamla bænum.
Hótelið er 16 hæðir og með 199 herbergjum. Herbergin eru þokkalega rúmgóð með nýjum innréttingum og flísum á gólfi. Öll eru loftkæld með hárþurrku, flatskjá með gervihnatta- og tónlistarrásum, öryggishólfi, ísskáp eða smábar, síma og svölum. Á baðherberginu er hárþurrka og sturtuklefi.
Í veitingasal hótelsins er matur borinn fram á hlaðborði og innifalið í verði er morgun-, hádegis og kvöldverður. Barirnir eru fjórir og er einhver þeirra ávallt opinn frá klukkan 10 á morgnana til klukkan 12 á miðnætti. Áfengir drykkir sem eru innifaldir í verði eru ávallt innlendir og greiða þarf fyrir herbergisþjónustu og drykki sem eru í smábar á herbergi. Gestir yngri en 18 ára fá ekki afgreitt áfengi á hótelinu.
Á sundlaugarsvæðinu eru sundlaug, barnalaug og barir. Skemmtidagskrá er bæði á daginn og kvöldin. Á daginn leikfimi og leikir í sundlauginni og á kvöldin troða skemmtikraftar upp með lifandi tónlist. Þráðlaust internet er í gestamóttöku.
Hægt er að fá sundlaugar- og strandhandklæði á hótelinu, greiða þarf 10 EUR í tryggingu sem fæst endurgreidd þegar handklæðunum er skilað.
Athugið að hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: Um klukkutíma akstur frá flugvellinum í Alicante
- Miðbær: 500 metrar
- Strönd: 500 metrar á Levante ströndina
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Aðgengi fyrir fatlaða
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum og á herbergjum endurgjaldslaust
- Herbergi: Tveggja manna herbergi, hægt að sérpanta aukarúma og herbergi fyrir fatlaða
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi, 3 evrur á dag
Fæði
- Allt innifalið