Santa Barbara Golf and Ocean Club
Vefsíða hótels

Hótelið er staðsett við ströndina um 15 mín akstur frá flugvelli og örstutt frá Golf del Sur golfvellinum.
Um 15 mín ganga er að golfvellinum eða um tvær mínútur í leigubíl, sem kostar ca. 7 evrur. Í göngufæri frá hótelinu eru nokkrir veitingarstaðir og barir.
Á hótelinu er útisundlaug, heilsulind með heitum potti og gufubaði. Allar íbúðirnar á Santa Barbara Tenerife eru með vel útbúin eldhús með ísskáp. þvotta aðstaða er á hótelinu.
Setusvæði er með sófa, flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum. Baðherbergin eru með hárþurrku. Öll herbergin eru með loftkælingu og hita.
Veitingastaðurinn Melrose er með úrval af staðbundnum og alþjóðlegum réttum á matseðlinum og hægt er að fá sér drykki eða snarl á sundlaugarbarnum. Matvöruverslun er á staðnum sem er mjög þægilegt fyrir gesti að hafa.
Fjarlægðir
- Frá strönd: 100 metra frá ströndinni
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
Vistarverur
- Íbúðir
- Ísskápur
- Kaffivél
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Án fæðis