Saratoga, Havana
Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel á frábærum stað í hjarta Havana, stutt frá helstu kennileitum gamla bæjarins.
Í hótelinu, sem var endurnýjað árið 2005, eru 96 herbergi og svítur, stílhrein og smekklega innréttuð. Viðskiptavinum VITA standa til boða Junior-svítur með frábæru útsýni yfir gamla þinghúsið og borgina og Deluxe Patio-herbergi sem snúa út að hótelgarðinum. Í öllum vistarverum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, sími, öryggishólf og smábar. Baðherbergin eru einkar glæsileg, með baðkeri og sturtu, og þeim fylgir hárþurrka og baðvörur. Þráðlaus netaðgangur er á herbergjum og í sameiginlegum rýmum.
Boðið eru upp á morgun- og hádegisverðarhlaðborð í veitingasal. Á veitingastaðnum Anacaona er boðið upp á þjóðlega rétti eins og tapas og alþjóðlega rétti af matseðli og á samnefndum bar er hægt að tylla sér og slökkva þorstann með ekta kúbverskum drykkjum eins og mojito, nú eða einhverju léttara, og jafnvel kveikja í vindli. Observatory-veitingastaðurinn og barinn bjóða upp á léttari rétti, pitsur og samlokur.
Á þaki hótelsins er sundlaug með sólbaðsaðstöðu og bar. Útsýnið þaðan yfir borgina er óviðjafnanlegt. Óhætt er að mæla með að njóta sólsetursins á þessum einstaka stað.
Heilsulind er í hótelinu og líkamsræktaraðstaða. Boðið er upp á þvottaþjónustu, gjaldeyrisskipti, bílaleigu og aðra þjónustu í gestamóttökunni.
Saratoga er frábærlega staðsett í miðbæ Havana, rétt við gamla þinghúsið sem nú hýsir kúbversku vísindaakademíuna, náttúrugripasafn og stjörnuathugunarstöð. Partagas-vindlaverksmiðjan er líka spölkorn frá og óperan. Hótelið stendur við enda Prado-breiðstrætisins og helstu kennileiti gamla bæjarins og fjöldi safna og áhugaverðra staða er í göngufæri.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í miðbænum
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Hárþurrka
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður