fbpx Select hotel, Paganella | Vita

Select hotel, Paganella
3,5 stars

Vefsíða hótels

Nýuppgert og einstaklega vinalegt 3ja stjörnu Superior hótel á góðum stað í Andalo, Paganella. Hótelið er fjölskyldurekið og því öll þjónusta mjög persónuleg og vinaleg.

Á hótelinu er veitingastaður, sjónvarpsherbergi, bar, lestrarstofa, leikherbergi, líkamsræktarsalur, ljósabekkur, tvær lyftur og upphituð skíðageymsla. Veitingastaður hótelsins er með fjölbreyttan mat í boði, bæði ekta ítalskur matur og alþjóðlegur. Alla morgna er morgunverðarhlaðborð í sal hótelsins þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hálft fæði er í boði.

Hótelið sem er vel staðsett er aðeins í 200 metra fjarlægð frá miðbæ Andalo og Paganella skíðalyftunum. Fyrir þá sem vilja ekki ganga að lyftunum þá er hótelið með rútuferðir daglega að lyftunum.

Alls er 48 herbergi á hótelinu og eru þau öll búin helstu þægindum s.s. sjónvarpi, síma, hárþurrku og öryggishólfi. Herbergin eru öll mjög snyrtileg og með svölum. Heilsulind hótelsins er einnig nýuppgerð með fallegri hringlaga sundlaug, tyrknesku baði og slökunarherbergi. Einnig er hægt að fá nudd- og snyrtimeðferðir. Aðgangur að heilsulindinni er innifalinn en allar meðferðir kosta aukalega og eru greiddar á staðnum.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 130 km
  • Skíðalyfta: 200 m
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging: Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
  • Sundlaug: Innisundlaug

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Verönd/svalir
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun