fbpx Sercotel Gran Hotel Luna De Granada | Vita

Sercotel Gran Hotel Luna De Granada
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á besta stað í miðborginni, í göngufæri við gamla bæinn í Granada. Veitingastaður, heilsulind með innisundlaug og líkamsræktaraðstöðu. El Corte Inglés verslunarmiðstöð er á móti hótelinu og stutt í almenningssamgöngur.

Í hótelinu eru 368 vistarverur, allt frá einstaklingsherbergjum upp í fjölskylduherbergi sem rúma tvo fullorðna og tvö börn, auk svíta. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar en einnig hlýlegar, ýmist í ljósum eða dökkum við með áklæði í ljósum og brúnum litum. Parkett er á gólfum. Loftkæling og upphitun er að sjálfsögðu alls staðar, einnig sjónvarp, sími, öryggishólf, smábar og hraðsuðuketill. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og baðvörur. Ókeypis þráðlaus nettenging er í öllum vistarverum.

Í veitingasal hótelsins er morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum alla daga og úrvali ljúffengra rétta á kvöldin. Á öðrum veitingastað bjóðast sælkeraréttir af matseðli. Kaffihús og skemmtilegur kokteilbar eru í hótelinu þar sem upplagt er að setjast niður og slaka á í lok dags. Sérstakt svæði er fyrir þá sem reykja.

Heilsulindin er með upphitaðri innisundlaug með glerþaki sem er opnað yfir sumartímann. Þar er einnig sólbaðsverönd, nuddpottur, gufubað og þurrgufa auk líkamsræktaraðstöðu með nýlegum tækjum. Boðið er upp á nuddmeðferðir. Yfir hásumartímann er útisundlaug opin með sólbaðsaðstöðu í kring og snarl- og drykkjabar.

Í hótelinu er bókasafn og leikjaherbergi fyrir börnin. Boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu og starfsfólk í móttöku aðstoðar við miðakaup og veitir ferðaupplýsingar.

Gran Hotel Luna De Granada er flott hótel á góðum stað í miðborginni. Verslanir og veitingastaðir eru í götunum í kring, stutt er í almenningssamgöngur og því auðvelt að komast að helstu kennileitum og söfnum borgarinnar. Þá þykir mörgum það örugglega ekki leitt að El Corte Inglés verslunarmiðstöð er beint á móti hótelinu. 

Fjarlægðir

  • Miðbær: Í göngufæri við gamla bæinn
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun