Serena

Vefsíða hótels

Stórfínt þriggja stjörnu hótel sem er á frábærum stað við kennslubrekkurnar í Selva. Það er ekki ofsögum sagt að það megi beinlínis skíða út og inn af hótelinu - svo nálægt brekkunum er það. Næsta skíðlyfta er í um 10 metra fjarlægð. Á hótel Serena fæst þægileg gisting á góðu verði.

Herbergi hótelsins eru vistleg og góð. Flest herbergi eru fyrir tvo gesti, en hægt er að fá aukarúm fyrir þann þriðja. Hægt er að panta fjölskylduherbergi sem taka 2 fullorðna og 2 börn.
Rétt er að taka fram að öll rúm á hótelinu eru 194 sentímetrar á lengd svo að hávöxnum ferðalöngum er bent á að skoða aðra gistimöguleika.
Hótelið er við barnabrekkur þannig að það hentar einstaklega vel fyrir börn. 

Fæði: Hálft fæði, morgunverður og kvöldverður. Tiltölulega lítil en ágæt heilsuaðstaða er á hótelinu og er aðgangur að henni innifalin. Þar er gufubað, heitur pottur, ljósabekkur, hægt að fara í heitt og kalt fótabað og svo er hægt að panta nudd gegn gjaldi. Einnig er lítil líkamsræktaraðstaða. 

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel í ferðalok. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt veturinn 2017 - 2018 á Serena. 
Gildir aðeins fyrir 15 ára og eldri. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 192 km
 • Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
 • Skíðalyfta: Við lyfturnar
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun