fbpx Riu Don Miguel - Þriggja stjörnu - Enska ströndin

Servatur Don Miguel, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Servatur Don Miguel er gott þriggja stjörnu hótel á Ensku ströndinni (áður Riu Don Miguel). Hótelið stendur við Tirajana breiðgötuna svo flest öll þjónusta og verslanir eru í göngufæri og er Yumbo Center sem margir Íslendingar þekkja stutt frá. Ströndin er í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá hótelinu en hægt er að nýta sér fría skutlþjónustu hótelsins til og frá ströndinni. 

ATH. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Á hótelinu er góð aðstaða en þarna er móttaka opin allan sólarhringinn og tveir veitingastaðir, annar er hlaðborðsveitingastaður og hinn "a la carte" og hægt er að sitja bæði inni og úti. Þarna má einnig finna velbúna líkamsræktaraðstöðu, setustofu, bar og tennisvöll svo eitthvað sé nefnt.  Garðurinn við hótelið er með stórri sundlaug ásamt borðtennis, biljarð og fótboltaspili. Í garðinum er einnig bar þar sem hægt er að svala þorstanum eða fá sér létta rétti. Þráðlaust internet er á öllu svæðinu og er frítt. 

Herbergin eru björt og notaleg og búin öllum helstu nauðsynjum, s.s. síma, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi) og loftkælingu, að ógleymdum fínum svölum. Val er um mismunandi herbergjatýpur og hægt að fá bæði herbergi  fyrir  1-3 einstaklinga og svítur sem eru rúmbetri. Hálft fæði er innifalið og er matur reiddur fram af hlaðborðsveitingastaðnum. 

Farþegar VITA hafa verið sérstaklega ánægðir með þjónustu og viðmót starfsfólksins á hótelinu og þykir andrúmsloftið þar einstaklega gott. 

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hótel  Don Miguel.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 30 km
 • Frá miðbæ: 300 m
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
 • Frá strönd: 1,5 km

Aðstaða

 • Nettenging
 • Sundlaug
 • Líkamsrækt
 • Gestamóttaka
 • Bar
 • Veitingastaður
 • Skemmtidagskrá

Vistarverur

 • Herbergi
 • Minibar
 • Loftkæling
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun