Sheraton Brussels Hotel
Vefsíða hótels

Gott hótel, einstaklega vel staðsett í hringiðu verslunar og viðskipta, rétt við Rue Nueve-verslunarstrætið og í göngufæri við Grand Place, aðaltorg gamla miðbæjarins.
Í þessu 30 hæða hóteli eru 511 vistarverur sem skiptast í smekklega innréttuð, rúmgóð herbergi og svítur sem rúma allt að þrjá einstaklinga. Öll herbergin eru búin þægindum eins og loftkælingu og upphitun, smábar, síma, útvarpi, sjónvarpi með gervihnattarásum og aðstöðu til að laga te og kaffi. Teppi er á gólfum. Á baðherbergjum er hárþurrka og ókeypis baðvörur. Háhraðanettenging stendur gestum til boða á herbergjum gegn gjaldi, en er ókeypis í gestamóttöku. Óhætt er að segja að útsýni af herbergjum yfir borgina er einstakt.
Á hótelinu er veitingastaðurinn Crescendo þar sem boðið er upp á morgun- og hádegisverðarhlaðborð. Á Le Train fást bestu borgararnir í bænum og þú velur brauðið, sósuna og meðlætið. Á kaffihúsinu Espressamente by Illy fást kaffidrykkir af öllum gerðum auk snarls. Upplagt er að ljúka deginum með léttum kvöldverði á Rest-O-Bar sem státar einnig af miklu úrvali kokteila og annarra ljúffengra drykkja.
Útsýnið af efstu hæðinni á hótelinu eitt og sér er saga til næsta bæjar, og sundferð í lauginni er ógleymanleg. Á efstu hæðinni er einnig góð líkamsræktaraðstaða sem er opin allan sólarhringinn og gufubað.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á þurrhreinsun, strauningu, barnagæslu, gjaldeyrisskipti, þar er töskugeymsla og þvottahús.
Sheraton-hótelið er á frábærum stað, sem dæmi má nefna er 5 mínútna gangur að City 2 verslunarmiðstöðunni við Rue Neuve, eitt helsta verslunarstræti borgarinnar. Mörg helstu söfn og kennileiti borgarinnar eru í léttu göngufæri og ef lengra skal haldið er Rogier-jarðlestastöðin við hlið hótelsins.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 12 km
- Miðbær: Í miðbæ
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Nettenging: Gegn gjaldi á herbergjum
Vistarverur
- Hárþurrka
- Herbergi
- Kaffivél
- Loftkæling
- Minibar
- Sjónvarp
Fæði
- Morgunverður