fbpx Silken Diagonal, Barcelona | Vita

Silken Diagonal, Barcelona
4[scald=3462:sdl_editor_representation][scald=3462:sdl_editor_representation] stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel miðsvæðis við Avenida Diagonal, helsta breiðstræti Barcelona, þaðan sem auðvelt er að komast um alla borgina.

Í hótelinu eru 240 herbergi, glæsilega og nútímalega innréttuð með öllum hugsanlegum þægindum. Rúm eru óvenju breið og þægileg með vönduðum rúmfötum og húsgögn eru fagurlega hönnuð. Í herbergjum er stillanleg loftkæling og miðstöðvarhitun, sjónvarp með gervihnattarásum, sími, smábar og öryggishólf. Baðherbergi er mjög bjart, búið hárþurrku, síma og snyrtispegli. Þráðlaust netsamband er án aukagjalds. Lyfta er í hótelinu og aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Í Tecla Coffee-salnum er boðið upp á fjölbreytt og ríkulegt morgunverðarhlaðborð. Þar er einnig hægt að fá framúrskarandi hádegisverð af matseðli alla virka daga. Veitingastaður hótelsins er skemmtilega innréttaður og þar er boðið upp á fyrsta flokks katalónska og alþjóðlega matreiðslu. Á jarðhæðinni er glæsilegur setustofubar með með afslappaðri stemningu þar sem gott er að slaka á yfir góðum drykk. Uppi á þaki er stórskemmtileg útisundlaug og þaðan er magnað útsýni yfir borgina.

Silken Diagonal er vel í sveit sett í miðri borginni. Við hlið hótelsins er hinn svipmikli turn Torre Agbar, merkilegur vitnisburður um nútíma byggingarlist. Beint á móti er glæsileg verslunarmiðstöð, Glòries. Frá hótelinu er örstutt í almenningssamgöngutæki sem flytja fólk hratt og örugglega milli staða. Fyrir þá sem vilja fá sér stuttan göngutúr og skoða mikilfengleg mannvirki er ekki nema tuttugu mínútna gangur að stórvirki Gaudis, Kirkju hinnar helgu fjölskyldu, og minna en tveir kílómetrar eru niður á strönd. 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 20 km
  • Miðbær: 2,7 km
  • Strönd: 2,5 km
  • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Nettenging: Frí nettenging á sameiginlegum svæðu og á herbergjum

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun